Monday, October 24, 2011

4.Flokkur. Foreldrafundur á miðvikudaginn. Gothia Cup

Heil og sæl


Við verðum með foreldrafund á miðvikudaginn klukkan 18:00 í Kaplakrika.

Aðilar frá ferðaskrifstofunni Vita mæta og kynna fyrir okkur mótið og allt sem snertir ferðina.

Mikilvægt er að allir mæti.

Æfingar til 6.nóv er hægt að sjá hér til hliðar. ATH stefnan er að hafa æfingaleik í vikunni og leikmannafund í næstu viku. Nánar síðar.

Kv. Þórarinn B.

Wednesday, October 19, 2011

4.Flokkur. Æfingar í Vetrarfríi

Heil og sæl

Í dag hefst vetrarfrí í skólum í Hafnarfirði. Við æfum engu að síður á fimmtudaginn sem og föstudaginn. Við gefum aftur á móti frí á æfingunni næstkomandi sunnudag og hittumst síðan aftur á mánudaginn.

Við minnum á útihlaupið fyrir æfinguna á morgun í Víðistaðaskóla. Yngra árið 18:00 en eldra árið 19:00.


Á föstudaginn æfum við á gervigrasinu klukkan 13:00 í stað 16:00.

Æfingataflan er hér til hliðar.

Kv. Þórarinn B.

Monday, October 17, 2011

4.Flokkur. ATH. FJÁRÖFLUN. Munið að sækja vörurnar á morgun.

Heil og sæl

Muna að sækja fjáröflunarvörur millli 19 og 20 á Standgötu 75 Bílaraf ( hjá Pizzunni ) á morgun þriðjudag:)

Kv. Helga Dögg 866-6628.

Wednesday, October 12, 2011

4.Flokkur. Hlaup á morgun fyrir æfinguna í Víðó og Fjáröflun í fullum gangi

Heil og sæl

Við hlaupum í fyrsta sinn í vetur á morgun fyrir æfingarnar í Víðistaðaskóla. Fyrri hópurinn á að mæta 17:30 í síðasta lagi í íþrótthúsið í Víðistaðaskóla. Seinni hópurinn mætir 18:20 í hlaupið.

Mætið bæði með hlaupaföt og inniföt í boltaæfingarnar.

Fjáröflun er komin af stað og er í fullum gangi. Allar upplýsingar er hægt að nálgast inn á Facebook síðunni okkar eða senda Helgu tölvupóst á helgadogg@aslandsskoli.is

Kv. Þórarinn B.

Wednesday, October 5, 2011

4.Flokkur. Foreldrafundur á morgun og æfingahóparnir á fimmtudögum í Víðistaðarskóla

Heil og sæl

Minni á foreldrafundinn á morgun í Lækjarskóla klukkan 20:00. Allir foreldrar að mæta.

Einnig minni ég foreldra á íbúagáttina. Það þarf að skrá sig í hana fyrir 15.okt til þess að fá styrkinn frá Hafnarfjarðarbæ.

Æfingahóparnir á fimmtudögum í vetur eru eftirfarandi:


Hópur A. Yngra árið. 18:00
Hópur B. Eldra árið.  19:00

Birta, Helena og Rannveig mæta með eldra árinu.

Við stefnum á að hlaupa alltaf fyrir æfingar á fimmtudögum en við sleppum því á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Foreldrar athugið

Íbúagáttin verður opin til 15. október. Farið inn og skráið ykkur. Ef ekki þá fellur styrkurinn niður og kostnaður lendir á foreldrum.
kv. Barna- og unglingaráð

Tuesday, October 4, 2011

3. fl. 1996 og 1997 Leikmanna og foreldrafundur

MUNIÐ FUNDINN Í KVÖLD, ÞRIÐJUDAGINN 4. OKT. KL. 19:30 Í KRIKANUM. MIKILVÆGT AÐ LEIKMENN OG A.M.K. ANNAR FORELDRI MÆTI.

Monday, October 3, 2011

3. fl. Vikan framundan

þri. 4. 19:30 foreldra- og leikmannafundur í Sjónarhóli. 21:30-22:00 æf. Risinn
mið. 5. 21:00-22:00 æfing Víðistsk.
fim. 6. 21:00-22:00 æfing Risinn
sun. 9 11:00-12:30 æfing Ásvellir


! Dagskrá fundarins verður auglýst á morgun.

MIKILVÆGT AÐ MÆTA MEÐ A.M.K. ÖÐRU FORELDRI Á FUNDINN Á MORGUN

kv. Davíð

Sunday, October 2, 2011

4.Flokkur. Nýtt tímabil 2011-2012. Æfingar í vetur.

Heil og sæl

Nýtt tímabil hefst formlega á morgun en þá hefjast æfingar í Risanum. Við bjóðum '99 árganginn velkominn í 4.flokk.

Við æfum fjórum til fimm sinnum í viku í vetur og stefnan er sett á að spila æfingaleiki sem allra fyrst. Faxaflóamótið hefst í október og það því ljóst að það verður nóg að gerast á næstu vikum.

Foreldrafundur verður á fimmtudaginn klukkan 20:00. Farið verður yfir verkefnin á tímabilinu.

Æfingartaflan í vetur



Mánudagar. Risinn 15:00

Þriðjudagar. Risinn. 19:30



Fimmtudagar. Víðistaðarskóli. Tvískipt. 18:00 og 19:00. Hlaup á undan.


Föstudagar. Gervigras 16:00.


Sunnudagar. Ásvellir. 11:00

Sjáumst á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.