Tuesday, August 30, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. B2-Fylkir 17:00. Aðrir mæta á æfingu strax á eftir 18:15 upp á efra gras

Heil og sæl

B2 spilar á morgun gegn Fylki í Íslandsmótinu og er leikurinn í Kaplakrika.

Mæting í leikinn er 16:15 í íþróttahúsið en leikurinn hefst klukkan 17:00.

Hópurinn er eftirfarandi: Ísól, Sunna, Sigrún, Sóley, Sara Sól, Björk, Katrín, Helga Rós, Birgitta, Rannveig, Ásdís.Helena, Birta, Þóra, Guðný, Kristín Fjóla og Ylfa

Aðrir leikmenn mæta á æfingu 18:15 upp á efra gras. Æfingin verður stutt.

Minni á æfinguna á fimmtudaginn eins og við ræddum í kvöld og við munum borða á eftir.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. Tap gegn Val

FH-stelpurnar töpuðu óþarflega stórt fyrir Val á Hlíðarenda í gærdag. Valsmenn voru sterkari aðilinn en FH átti séns framan af. Staðan í hálfleik var 3-1 en í síðari hálfleik var varnarleikur FH ekki góður og Valsmenn bættu við mörkum meðan FH skoraði aðeins 1. Lokatölur 8-2. Markaskorari FH var Alda.

Monday, August 29, 2011

4.Flokkur. Æfingin á morgun er klukkan 19:15 í Risanum

Heil og sæl

Æfingin á morgun er eftir seinni leik FH-Hauka í meistarflokki kvenna og hefst því klukkan 19:15. Skyldumæting.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. Sigur á Selfossi

Stelpurnar í 3ja sigruðu Selfoss á Selfossi á laugardaginn s.l. Það voru Selfyssingar sem komust yfir snemma leiks eftir góða aukaspyrnu og héldu forustinni þangað til undir lok leiksins þegar að FH náði loks að skora eftir þunga sókn nánast allan leikinn. Í kjölfarið komu tvö mörk til viðbótar og FH sigraði verðskuldað.
Markaskorarar voru þær Elva Björk með 2 og Alda með 1.

3. fl. Munið leikinn í dag!!!

Í dag mánudag kl. 18:00 fer fram frestaður leikur Vals og FH á Hlíðarenda.
Hópur (mæt. 17:00): Gio, Viggó, Kristrún, Birta, Sossa, Gussa, Alda, Dagbjört, Elva, Alana og Oktavía.
kv. Þjálf

Sunday, August 28, 2011

4.Flokkur. Æfingar í vikunni. Úrslitakeppni A-liða um næstu helgi

Heil og sæl

Fossvogsmótið gekk vel hjá báðum liðum og bæði liðin stóðu sig vel. Eldra árið vann mótið en yngra árið lenti í þriðja sæti.

Úrslitakeppni A-liða verður næstu helgi. A-liðið mætir Breiðablik, Grindavík og KA og fara leikirnir fram hér á suðvesturhorninu. Leikið verður á föstudag, laugardag og sunnudag. Nánar um úrslitakeppnina seinna í vikunni.

Við æfum á mánudaginn, þriðjudag og fimmtudag í vikunni en við hittumst eitt kvöldið í vikunni og borðum saman. Nánar um það seinna í vikunni.

29. ágúst. Mán. 18:00 Risinn
30.ágúst. Þri. 18:00 Risinn
31.ágúst. Mið. Fundur. B2 spilar gegn Fylki í Kapla
 1.sept. Fim. Efra Gras 18:00
 2.sept. Fös. Úrslitakeppni A-liða
 3.sept. Lau. Úrslitakeppni A-liða
 4.sept. Sun. Úrslitakeppni A-liða


Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, August 25, 2011

4.Flokkur. Fossvogsmótið á föstudaginn.

Heil og sæl

Fossvogsmótið er á morgun og við sendum tvö lið til keppni.

FH 1 er eldra árið en FH 2 verður yngra árið.

Ef ég hef gleymt einhverjum þá hringið þið bara í mig.

Í FH 1 eru eftirtaldir leikmenn: Hafdís Mæja, Elín, Sara Líf, Hildur Kolfinna, Hildur María, Helga Rós, Nótt, Birgitta,  Kolfinna, Jóna, Selma, Erna,  Sunna ,Ísól og Katrín.

Í FH 2 eru eftirtaldir leikmenn: Þóra, Helena, Sara Sól, Sigrún, Rannveig, Helga, Björk, Mellý, Korký, Lovísa, Ingibjörg, Ásdís, Harpa.

Mæting er klukkan 16:00 í Fagralund en keppni hefst 16:30. Keppnisgjald er 2000 krónur á mann. Hvert lið leikur fimm 25 mín leiki. Veitingar í lok móts en mótinu lýkur um átta til hálf níu.

Ef einhver leikmaður getur ekki keppt þá vinsamlegast látið mig vita með SMS eða hringið í mig.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, August 24, 2011

3. fl. Æfingar næsta vetur

Nú liggja fyrir drög að æfingatöflu fyrir næsta vetur. Vissulega geta orðið breytingar og óviðráðanlegar aðstæður sett strik í reikninginn. Hins vegar verður leitast við að halda eftirfarandi áætlun:


3. flokkur kvenna (stúlkur fæddar 1996 og 1997).
Þriðjudagar kl. 20.30 – 22.00 Risinn
Miðvikudagar kl. 20.00-21.00 Víðist. skóli
Fimmtudagar kl. 21.00 – 22.00 Risinn
Sunnudagar kl. 12.00 – 13.00 Ásvellir

Gengið hefur verið frá munnlegu samkomulagi um að undirritaður og Þórarinn Böðvar muni halda áfram þjálfun flokksins. Þeim til aðstoðar verða þær Sigrún Ella og Sigmundína Sara.

3. fl. Sigur á Stjörnunni

Stelpurnar í 3ja sigruðu Stjörnuna í Krikanum í gær. Snemma leiks var FH komið góð tök á leiknum með tveimur mörkum. Eftir það gáfu stelpurnar aðeins eftr og hleyptu Stjörnunni óþarflega mikið inn í leikinn. Það kom þó ekki í veg fyrir að FH bætti við mörkum og staðan í leikhlé var 4-1. Síðari hálfleikurinn var ágætur og stelpurnar höfðu góð tök á leiknum og bættu við einum marki. Lokatölur 5-1.

Lið FH hefur oft spilað betur en uppskorið minna. Sigurinn er hins vegar góður og styrkir stöðuna í riðlinum til muna.

Markaskorar: Tinna 2 eða 3 (mögulega sjálfsmark?), Nótt 1, Alda 1 ...annars er ég ekki viss (Vinsamlegast leiðréttið mig).

Framundan er stutt æfing í dag í Krikanum kl. 19:00, frí á fim., æfing á fös og leikur gegn Selfoss á lau.

kv. Davíð

Tuesday, August 23, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. A-lið. FH-Valur í Kaplakrika á morgun 16:00. B1-B2 spila strax á eftir

Heil og sæl

A-lið spilar sinn síðasta leik í A-riðli í Íslandsmótinu en Valsstúlkur koma í heimsókn í Kaplakrikann. Liðið er nú þegar búið að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. Liðið getur með sigri náð í annað sætið í riðlinum.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Mæja, Kolfinna, Helga, Harpa, Elín, Hildur María, Mellý, Selma, Nótt, Erna, Jóna, Korký, Sunna og Rannveig.

Mæting er klukkan 15:10 í íþróttahúsið en leikurinn hefst klukkan 16:00 á efra grasinu.

Strax á eftir spila B1-B2 og því eiga allir leikmenn sem ekki eru í hóp hjá A-liðinu á morgun að mæta. Mæting er á efragrasið klukkan 16:50 í síðasta lagi.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Sunday, August 21, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. Fjölnir-FH í A-liðum og B1

Heil og sæl

Íslandsmótið heldur áfram á morgun en þá förum við í Grafarvoginn og spilum gegn Fjölni. A-liðið leikur klukkan 17:00 en mæting er 16:15 í Egilshöll.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Helga, Elín, Mæja, Kolfinna, Harpa, Mellý, Hildur María, Ingibjörg, Erna, Selma, Nótt, Korký, Sara Sól, Sara Líf og Jóna.

B1 spilar 18:20 en mæting er á völlinn 17:45. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Rannveig, Helena úr 5.flokki. Ásdís, Björk, Hildur Kolfinna, Helga Rós, Birgitta, Sigrún, Ísól og Sunna. Sörurnar, Korký, Jóna og Harpa spila einnig með B1.

Munið að undirbúa ykkur vel á morgun og að leikurinn er á gervigrasi.

Kv. Þórarinn B. og Kári D

Friday, August 19, 2011

4.Flokkur. B1 spilar við Þrótt í Laugardalnum á morgun. Æfing á sunnudaginn.

Heil og sæl

B1 spilar á morgun gegn Þrótti í Laugardalnum á morgun. Leikurinn hefst klukkan 10:00 en mæting er á völlinn 9:20. Völlurinn er við Suðurlandsbraut, fyrir ofan skautahöllinna.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Helena og Rannveig úr 5.flokki, Sara Líf, Sara Sól, Jóna, Ísól, Sigrún, Helga, Mellý, Ingibjörg, Ásdís og Björk.

Ég minni svo hópinn á æfinguna á sunnudaginn klukkan 15:00 en við spilum gegn Fjölni á mánudaginn í A og B1 og þurfum að undirbúa okkur vel.

Kv. Þórarinn B.

3. fl. Sigur á Blikum

FH-stelpurnar spiluðu vel í gærkvöldi og sigruðu Blika sannfærandi 5-0 á frjálsíþróttavellinum í Krikanum. Staðan í hálfleik var 2-0 en það voru þær Tinna og Alda sem skoruðu mörkin eftir gott samspil og stoðsendingar frá Elvu. Téð Elva Björk bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálflieik og Oktavía potaði inn einu.

Vel gert hjá stelpunum sem þar með dustuðu af sér ferðarykið frá því mánudaginn.

Næsti leikur er á þriðjudaginn kl. 18:00 gegn Stjörnunni einnig á heimavelli.

Næsta æfing er hins vegar í dag á æfingasvæðinu kl. 18:00 í dag föstudaginn 19. ágúst 2011. Það verður Þórarinn sem sér um æfinguna að þessu sinni.

kv. Þjálf

Thursday, August 18, 2011

4.Flokkur. Æfingin á morgun er klukkan 18:00

Heil og sæl

Við æfum á morgun 18:00 í stað 13:00 á efra grasinu. Látið alla leikmenn í kringum ykkur vita.

Ég minni á B1 leikinn á laugardaginn, hann verður klukkan 10:00 í Laugardalnum. Liðið verður tilkynnt á æfingunni á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, August 17, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót A-lið. ÍA-FH á Akranesi á morgun 16:00

Heil og sæl

A-liðið spilar á morgun gegn Skaganum á Akranesi. Heimamenn bjóða upp á aðalvöllinn og hefst leikurinn klukkan 16:00 en mæting er 15:10.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Harpa, Elín, Kolfinna, Mæja, Ingibjörg, Erna, Helga, Mellý, Hildur María, Selma, Nótt, Korký, Jóna og Sörunar Líf og Sól.

Munið að undirbúa ykkur vel fyrir leikinn á morgun, hvílast og nærast vel.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. Breyting á leiktíma á fimmtudaginn

Athugið að leiknum gegn Blikum á fimmtudaginn hefur verið seinkað til kl. 19:45. Spilað verður á frjálsíþróttavellinum.

kv. Þjálf

Tuesday, August 16, 2011

Tap á Akureyri

FH stelpurnar töpuðu 8-1 gegn Þór í Boganum á Akureyri.

Heimamenn byrjuðu vel og komust snemma yfir með tveimur keymlíkum mörkum á upphafsmínútunum. Eftir það sótti FH í sig veðrið og leikurinn jafnaðist. Okkar stelpur voru grimmar í návígum sýndu ósérhlífni og baráttu sem skilaði marki þegar Elva Björk setti boltann í netið eftir aukaspyrnu og klafs í teignum. FH hélt upptekknum hætti fram í síðari hluta síðari hálfleiks og var liðið allt eins líklegt til að jafna. En Þór, sem hefur á að skipa hörku liði, setti í fluggírinn á sama tíma og allur vindur var úr okkar mönnum. Niðurastaðan er stærra tap en efni stóðu til.

Það er vert að geta þess að Vilborg meiddist á hné í leiknum og varð að fara á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Þegar síðast fréttist af Vilborgu fór hún á kostum í rútunni og virtist hafa það ágætt. Hún mun síðar fara í frekari rannsókn og er það von okkar að hún verði fljót að ná sér.

Næsti leikur er gegn Breiðabliki á fimmtudaginn í Krikanum. Fram að því æfum við kl. 19:00 á æfingasvæðinu á þri. og mið.

Ég vil að lokum þakka Jörgen (pabba Tinnu) fyrir að gefa sér tíma til að keyra hópinn norður og spara leikmönnum stórfé. Jörgen reyndist hinn besti bílstjóri, fór aldrei yfir leyfilega hámarkshraða og hélt áætlun upp á mínútu.

kv. Davíð

Thursday, August 11, 2011

4.Flokkur. B2-Breiðablik á morgun 13:00

Heil og sæl

B2 spilar á morgun gegn Blikum í hádeginu. Mæting er klukkan 12:15 en leikurinn hefst 13:00.
Liðið er að mörgu leyti það sama og á móti Fylki.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Aníta, Þóra, Birta, Helena, Aþena og María og 5.flokki. Sara Líf, Sara Sól, Hildur Kolfinna, Helga R, Helga, Mellý, Sigrún, Sóley og Ásdís.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, August 10, 2011

4.Flokkur. Góðir leikir í dag hjá báðum liðum. Æfing á morgun. Leikurinn á föstudaginn og dagskrá næstu daga.

Heil og sæl

Fínir sigrar í kvöld hjá báðum liðum. Við förum betur yfir þá á morgun.

Við æfum á morgun klukkan 18:00 á efra grasinu en leikurinn hjá B2 á föstudaginn gæti verið klukkan 13:00 í stað 17:30.

Ferðin á Hvolsvöll kemur einnig í ljós morgun sem og tímasetningin á æfingaferðinni. Því gæti dagskráin hér fyrir neðan tekið breytingum.

Dagskrá næstu daga er hér fyrir neðan og hliðar:

Fim 11.ágúst. Efra gras 18:00
Fös 12.ágúst. Íslandsmót. B2-Breiðablik Kaplakriki 13:00. Æfing 14:30 hjá öðrum
Mán 15.ágúst. Efra gras 13:00
Þri 16.ágúst. Efra gras 18:00
Mið 17.ágúst Efra Gras 18:00
Fim 18.ágúst. Íslandsmót. A-lið. ÍA-FH
Fös 19.ágúst Efra gras 13:00
Lau.20.ágúst. Íslandsmót Þróttur-FH B1

Kv. Þórarinn B. og Kári D.


Tuesday, August 9, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. A og B1 FH-Fylkir í Kaplakrika á morgun

Heil og sæl

Fylkir kemur í heimsókn á á morgun og munu A og B1 spila í Kaplakrikanum á morgun.

A-liðið mætir 16:15 í íþróttahúsið en leikurinn hefst 17:10. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Harpa, Kolfinna, Mæja, Elín, Mellý, Helga, Ingibjörg, Selma, Erna, Nótt, Korký, Rannveig, Sara Sól, Sara Líf og Ásdís.

B1 mætir 18:00 upp á gras. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Helena, Hildur Kolfinna, Helga Rós, Birgitta, Sigrún, Sóley, Kristín. Korký, Rannveig, Ásdís og Sörurnar spila einnig með B1.

Munið að hvíla ykkur vel á morgun og ekki vera mikið úti í sólinni fyrir leikinn. Drekkið mikið vatn yfir daginn og undirbúið ykkur vel fyrir leikinn. Munið að mæta með búningana ykkar.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Tuesday, August 2, 2011

4.Æfingartafla frá 2-12.ágúst

Heil og sæl

Hörkuæfing í dag þar sem allir tóku vel á því. Fjórtán leikmenn mættu í dag en margir leikmenn eru enn fjarverandi vegna ferða vítt og breitt um landið eða heiminn.

En það er mikilvægt að allir leikmenn skili sér nú vel eftir fríið og æfi vel. Mikið um vera í ágústmánuði og því verða allir að skila sér vel á æfingar.

 3.ágúst. Mið. 13:00 Risinn
 4.águst. Fim. 18:00 Efra gras
 5.ágúst. Fös. 12:30. Efra gras/Risinn
 8.ágúst. Mán. 13:00 Risinn
 9.ágúst. Þri.  18:00. Efra gras
10.ágúst. Mið. Íslandsmót. A og B-lið gegn Fylki í Kaplakrika
12.águst. Fös. 12:30. Risinn/Efra gras. Íslandsmót. B2-Breiðablik 17:30

Kv. Þórarinn B.

3. fl. Æfing á morgun

Æfingar hefjast að nýju eftir Verslunarmannahelgina á morgun, miðvikudaginn, kl. 13:00 í Risanum.

Æfingaáætlun verðu birt á næstu stundum.

kv. Davíð

4.Flokkur. Æfingar í vikunni

Heil og sæl

Ég vona að þið hafið haft gott í þessu sex daga fríi en við byrjum aftur á fullu í dag. Í águstmánuði á A og B-liðin hörkuleiki framundan og því þurfum við að æfa vel og mæta sterkar til leiks.

Við æfum í dag í Risanum 18:00 í Risanum og alla dagana í vikunni. Varðandi tímasetningar á æfingum í vikunni þá læt ég ykkur vita í kvöld. Við stefnum á að æfa jafnvel fyrr á daginn en við höfum gert í sumar.

Að sjálfsögðu kemur áætlunin inn hér á vefinn í kvöld.

Kv. Þórarinn B.