Sunday, May 29, 2011

3. fl. Mark á lokamínútunni gegn ÍA

Stelpurnar í 3ja sigruðu ÍA 0-1 í Akraneshöllinni í dag.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi þar sem bæði lið gerðu sitt besta til að skapa færi. Hvorugu liðinu tókst þó að skora.

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningunum lengstum og liðin skiputust á að leiða. FH-ingar reyndust hins vegar sterkari á lokamínúntunum og sóttu stíft. Það bar árangur og Oktavía Signý, sem komið hafði inn á skömmu áður, skoraði meða góðum skalla frábært sigurmark örfáum mínútum áður en ágætur dómari leiksins flautaði leikinn af.

Sigur FH var verðskuldaður þrátt fyrir að jafntefli hefði heldur ekki verið óeðlileg úrslit. Leikurinn var jafn og skemmtilegur frá fyrstu mínútu og bæði liðin gerðu sitt besta. FH náði hins vegar að skapa sér fleiri færi og á lokamínútunum voru stelpurnar okkar einfaldlega stekari og kláruðu leikinn.

Sigur í fyrstu tveimur leikjum mótsins er góð byrjun og veitir liðinu byr í seglin fyrir næstu leiki. Vel á minnst næsti leikur er einmitt á föstudaginn kl. 18:00 gegn HK í Fagralundi.

! Ath. að fyrirhuguð æfing á morgun mánudag fellur niður vegna FH-dagsins sem hefst í Risanum kl. 17:00 með knattþrautum en lýkur með leik FH og Stjörnunnar á kaplakrikavelli kl. 19:15. Algjör skyldumæting hjá öllum leikmönnum yngriflokka.

Saturday, May 28, 2011

3. fl. ÍA-FH í Íslandsmótinu

Á morgun mætir FH ÍA í 2. umferð Íslandsmótsins kl. 15:00 í Akraneshöll.

Hópur (mæt. kl. 14:00):
Gio, Hafdís, Sassa, Kristrún, Erla, Birta, Dagbjört, Oktavía, Sólveig, Hrafnhildur, Viggó, Guðrú, Elva, Alana, Tinna og Alda.

Kv. Þjálf.

4.Flokkur. Íslandsmótið. Æfing í Risanum 17:30 á sunnudaginn. Knattþrautir KSÍ á mánudaginn

Heil og sæl

Íslandsmótið hefur farið ágætlega af stað og öll liðin hafa leikið í fyrstu umferð.

A-liðið lék gegn HK í miklum rokleik á miðvikudaginn. Liðið lék ágætlega við frekar erfiðar aðstæður og unnu 0-3 sigur. Markaskorarar: Helga, Erna og Melkorka.

B2 spilaði í fimmtudaginn við enn verri aðstæður í Laugardalnum við Þrótt. Liðið lék mjög vel í leiknum en sex stúlkur úr 5.flokki léku leikinn og þar af fjórar á yngra ári og stóðu þær sem með prýði í leiknum. Leikurinn endaði 0-3 og voru markaskorarar: Bjarkey, Hafdís Lilja og Sara Sól.

B1 lék svo í morgun gegn Breiðablik2 í hörkuleik. Liðið lék ekki nógu vel framan af þó svo að liðið hafi fengið nóg af færum. Breiðabliksstúlkur voru mun ákveðnari framan af og börðust vel. Í seinni komu þó tvö mörk. Harpa með eitt, beint úr aukaspyrnu og Korký setti annað undir lokin.

Við æfum á morgun, sunnudag, í Risanum þar sem æfingin á mánudag fellur niður. En þá verða knattþrautir á vegum KSÍ og fyrirliði U21-landsliðs karla, Bjarni Þór Viðarson mun dreifa DVD-disk með knattþrautum KSÍ þar sem Erna og Selma eru í aðalhlutverkum. Bíða allir spenntir eftir þeirri útkomu:)

Knattþrautirnar hefjast um 17:00 en leikur FH og Stjörnunnar í meistaraflokki er seinna um kvöldið.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, May 27, 2011

4.Flokkur. Æfing í dag og leikur á morgun. Islandsmót. B1-Breiðablik2

Heil og sæl

B1 spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu á morgun í Kaplakrika. Breiðblik B2 kemur í heimsókn og er leikurinn klukkan 10:00 en mæting er klukkan 9:15 í íþróttahúsið.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra og Rannveig(5.flokkur), Sara Líf, Bryndís Ýr, Helga Rós, Hildur Kolfinna, Ásdís, Harpa, Helga, Korký, Sara Sól, Jóna, Birta Mar og Birgitta.

Minni á æfinguna á eftir 18:00 í Risanum.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

Wednesday, May 25, 2011

4.Flokkur. B2 spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu á morgun í Laugardalnum. ÆFING á morgun 15:00 í Risanum

Heil og sæl

Velkomin á nýja síðu hjá 3 og 4.flokki kvenna. Hin síðan varð fyrir "hnjaski" og er þessi stórglæsilega síða komin í loftið.

Minni alla leikmenn á æfingu á morgun í Risanum, klukkan 15:00(Afrekskólatíminn). Þeir leikmenn sem leika með B2 í Laugardalnum sleppa æfingunni. É vil fá að sjá alla aðra.

B2 spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu á morgun, fimmtudag, gegn Þrótti í Laugardalnum og hefst leikurinn 19:00. Mæting er í íþróttamiðstöð Þróttar 18:15.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Birta Mar, Birgitta, Hafdís Alda, Hafdís Lilja Ísól(Jóna), Björk, Nadda,  Sigrún, Sóley, Þórdís(ef hún er á landinu) Sara Sól,  Lovísa. Úr 5.flokki koma fimm leikmenn. Minni alla leikmenn að láta okkur vita ef þið komist ekki.

B1 spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu á laugardaginn gegn Breiðblik2 í Kaplakrika og hefst sá leikur klukkan 10:00 um morguninn.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

3. fl. breytt æfingaáætlun og breyttur leikdagur gegn ÍA

Ákveðið hefur verið að flýta leik ÍA og FH í Íslandsmótinu sem vera átti á þriðjudaginn. Leikurinn fer fram á Skaganum á sunnudaginn næstkomandi kl. 15:00.

Af þessum sökum verður æft á föstudag, laugardag og spilað á sunnudag. Sjá nánar hér til hliðar <<<---.

Kv. Þjálfarar

FH-dagurinn

Mánudaginn 30. maí verður mikið um að vera á Kaplakrikasvæðinu.

Kl. 17:00 hefjast knattþrautir í Risanum undir stjórn allra þjálfara barna - og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH.
Kl. 18:00 munu fulltrúar frá KSÍ (landsliðsmenn) mæta á svæðið og afhenda nýjan DVD disk-Tækniskóli KSÍ.
Af því loknu hvetjum við alla til að mæta á leikinn FH-Stjarnan í Pepsídeild karla sem hefst kl. 19:15. Mikilvægt að allir mæti og taki á móti þessari gjöf frá KSÍ.

kv. Yfirþjálfari

4. fl. Leikur á miðvikudag gegn HK

Heil og sæl

Liðin fyrir morgundaginn er eftirfarandi:
Hafdís Erla-Sunna-Elín-Mæja-Kolfinna-Ingibjörg-Erna-Selma-Mellý-Helga Ýr-HildurM-HildurK-Rannveig-Jóna-Korký-Harpa

Mæting klukkan 16:10. Leikurinn í Fagralundi í Kópavogi. Hringið ef það er eitthvað og látið þetta berast.

Kv,
Tóti

Ný síða

Vegna tæknilegra örðugleika varð nauðsynlegt að loka hinni fornfrægu dasfh.blogspot.com og opna nýja dasfh1.blogspot.com.

Á næstu dögum verður unnið að því að uppfæra síðuna í samræmi við hina gömlu góðu.

Við vonum að stelpurnar verði fljótar að tileinka sér síðuna og gera hana jafn gagnvirka og þá fyrri.

kv. Davíð og Tóti.