Saturday, May 28, 2011

4.Flokkur. Íslandsmótið. Æfing í Risanum 17:30 á sunnudaginn. Knattþrautir KSÍ á mánudaginn

Heil og sæl

Íslandsmótið hefur farið ágætlega af stað og öll liðin hafa leikið í fyrstu umferð.

A-liðið lék gegn HK í miklum rokleik á miðvikudaginn. Liðið lék ágætlega við frekar erfiðar aðstæður og unnu 0-3 sigur. Markaskorarar: Helga, Erna og Melkorka.

B2 spilaði í fimmtudaginn við enn verri aðstæður í Laugardalnum við Þrótt. Liðið lék mjög vel í leiknum en sex stúlkur úr 5.flokki léku leikinn og þar af fjórar á yngra ári og stóðu þær sem með prýði í leiknum. Leikurinn endaði 0-3 og voru markaskorarar: Bjarkey, Hafdís Lilja og Sara Sól.

B1 lék svo í morgun gegn Breiðablik2 í hörkuleik. Liðið lék ekki nógu vel framan af þó svo að liðið hafi fengið nóg af færum. Breiðabliksstúlkur voru mun ákveðnari framan af og börðust vel. Í seinni komu þó tvö mörk. Harpa með eitt, beint úr aukaspyrnu og Korký setti annað undir lokin.

Við æfum á morgun, sunnudag, í Risanum þar sem æfingin á mánudag fellur niður. En þá verða knattþrautir á vegum KSÍ og fyrirliði U21-landsliðs karla, Bjarni Þór Viðarson mun dreifa DVD-disk með knattþrautum KSÍ þar sem Erna og Selma eru í aðalhlutverkum. Bíða allir spenntir eftir þeirri útkomu:)

Knattþrautirnar hefjast um 17:00 en leikur FH og Stjörnunnar í meistaraflokki er seinna um kvöldið.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

No comments:

Post a Comment