Thursday, September 29, 2011

Tilkynning frá skólastjóra Afreksskólans

Þriðjudaginn 4. okt. n.k. kl. 15:30 verður haldinn kynningarfundur í Kaplakrika fyrir nemendur i skólanum.

Mikilvægt að mæta!

Wednesday, September 28, 2011

3. fl. 1996 og 1997

Óþolandi breytingar á dagskrá!

 Leikmannafundurinn í dag fellur niður vegna skemmtana í skólum í bænum. Fundurin verður haldinn í næstu viku.
 
Hins vegar verður æfing á morgun fim. kl. 21:00 í Risanum eins auglýst hefur verið .
 
kv.þjálf
 

Tuesday, September 27, 2011

3. fl. 1996 og 1997

Sælar stúlkur
Smávægilegar breytingar á áður auglýstri dagskrá vegna "litla lokahófsins" í 4. fl.


mið. 28. kl. 21:00 leikmannafundur ´96 og ´97 Sjónarhól (Krikinn). MIKILVÆGT AÐ BÁÐIR ÁRGANGARNIR MÆTI!!! Farið verður yfir veturinn, æfingatíma, verkefni og áherslur
fim. 30. kl. 21:00-22:00 æf. Risinn. Æfingar hefjast á fullu að nýju!
sun. 3. kl. 11:00-12:30 æf. Ásvellir
þri. 5. kl. 20:30-22:00 æf. Risinn
mið. 6. kl. 21:00-22:00 æf. Víðó
osfrv.

Stefnt er að foreldrafundi í næstu viku.

kv. Þjálf

Saturday, September 24, 2011

4.Flokkur. ATH BREYTING. Verður á ÞRIÐJUDAGINN Litla Lokahóf, Amazing Race og Út að borða

Lokauppgjörið okkar verður á ÞRIJUDAGINN  27.september

Við þurfum að færa lokahófið til þriðjudags þar sem handboltaleikurinn er á morgun.

Við byrjum einnig fyrr á þriðjudaginn þar sem flestir eru í fríi í skólanum þann daginn.


Munið að skrá ykkur á toti@laekjarskoli.is


Ef þið eruð ekki kominn í lið þá bætum við ykkur inn í einhver lið.



AMAZING RACE - Litla Lokahófið- Út að borða

Lokauppgjör 4.flokks kvenna verður á ÞRIÐJUDAGINN

15:00. Mæting í Kaplakrika

15:05 Amazing Race hefst

18:30 Mæting aftur í Kaplakrika. Mætið prúðbúnar.

18:40. Uppgjör og "verðlaun" keppnistímabilið 2010-2011

19:40 Út að borða  á Burgerinn.


Varðandi liðin sem taka þátt í Amazing Race þá miðum við að hvert lið má vera með frá fjórum þátttakendum til sex.

Kári eru búinn að smíða glæsilegan leik þar sem þið verið að leysa margar furðulegar þrautir.

Þið þurfið að senda mér tillögur af liðum og staðfestingu á þið mætið á toti@laekjarskoli.is  sem fyrst.

Ef einhver er í vandræðum að komast í lið þá reddum við Kári ykkur. Hafið engar áhyggjur af því.


En hvert lið verður að hafa aðgang að myndavél sem getur einnig tekið upp myndband. 


Mætið með hjól þið gætuð þurft að fara vítt og breitt um bæinn.

Eini kostnaðurinn er á Burgerinn. Nánar á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

4.Flokkur. Íslandsmótið. ATH BREYTING Á TÍMA. B-liðin spila á morgun gegn ÍBV á miðgrasinu.

Heil og sæl


ATH BREYTING Á TÍMASETNINGU

ÍBV kemur í heimsókn á morgun og spila bæði B-liðin. B2 mun spila fyrst og hefst leikurinn 11:30 Mæting er í leikinn inn í íþrótthús klukkan 11:00  B1 spilar seinni leikinn og hefst hann 12:40 en mæting er á miðgrasið 12:10.

Hóparnir eru eftirfarandi: B1: Þóra, Sara Sól, Sunna, Elín, Sara Líf, Ingibjörg, Harpa, Helga, Korký, Ásdís, Rannveig, Mellý. Hildur Kolfinna, Ísól, Birgitta og Sigrún spila báða leikina ásamt Þóru.

B2: Birgitta, Ísól, Sigrún, Þóra(útispilari) og Hildur Kolfinna, Björk,  Sóley, Helga Rós,  Ylfa, Lovísa. Úr 5.flokki Hrafnhildur,  Helena, Birta, Aþena, Bjarkey, Guðný, og Kristín Fjóla.

Látið mig vita ef ég að gleyma einhverjum. 

Munið að láta vita ef þið komist ekki.


Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, September 22, 2011

4.Flokkur. Æfing í dag á efra grasinu. 17:30

Heil og sæl

Við æfum í dag á efra grasinu 17:30.

Litla lokhófið verður á mánudaginn en ég minni á B-leikina gegn ÍBV á sunnudaginn og að sjálfsögðu á lokahófið á morgun.

Munið að þið eigið að koma með bakkelsi á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. og 4. fl. Munið!

LOKAHÓF

Minnum á lokahóf 3., 4., og 5. flokks karla og kvenna í knattspyrnu á morgun föstudag frá klukkan 17 til 19.  Allir að mæta með eitthvað matarkyns á hlaðborð s.s. muffins, skúffuköku, pizzusnúða, niðurskorna ávexti eða eitthvað annað sem hægt er að borða af servéttu. Drykkir verða á staðnum.

KveðjaForeldraráðin

Monday, September 19, 2011

4.Flokkur. Æfingar, uppskeruhátíðir og leikir á sunnudaginn. Nýtt tímabil hefst á mánudaginn

Heil og sæl

Fín mæting í dag og einnig var gaman að sjá alla þá leikmenn sem spiluðu í rokinu á föstudaginn gegn Stjörnunni.

Við æfum á morgun á efra grasinu 17:30 en gefum frí á miðvikudag þar sem margir skólar eru með dansleiki það kvöldið.

Á fimmtudaginn höldum við okkar eigið lokahóf. Nánar um það á æfingunni á morgun.

Daginn eftir er svo uppskeruhátíð Unglingaráðs.

En við ljúkum svo tímabilinu með tveimur leikjum á sunnudaginn gegn ÍBV á miðgrasinu á sunnudaginn og hefjum nýtt tímabil daginn eftir.

Í næstu viku verða haldnir foreldrafundir sem og leikmannafundir bæði hjá þriðja og fjórða flokki.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

4.fl Æfing í dag

Sælar,

Æfing í dag kl 17:30 upp á efra grasi.

kv,

Tóti og Kári

Thursday, September 15, 2011

4.Flokkur. FH-Stjarnan á morgun á efra grasinu 17:00

Heil og sæl

B2 spilar gegn Stjörnunni á morgun. Við spilum með tvö lið á morgun en Stjarnan mætir með nýja 4.
flokkinn sinn til leiks.

Í fyrri hálfleik spila: Þóra, Helga, Korký, Ingibjörg, Mellý, Ásdís, Rannveig, Harpa, Jóna, Ísól og Birgitta.

Í seinni hálfleik spila: Hrafnhildur, Sigrún, Sóley, Inga, Lovísa, Hildur Kolfinna, Helga Rós, Björk, Helena, Birta, Aþena, Bjarkey, Gunnhildur og Kristín Fjóla.

Allir leikmenn að mæta 16:30 í síðasta lagi.

Látið vita ef þið komst ekki.

Kv. Þórarinn B.

4.Flokkur. Æfingar og leikir fram að Uppskeruhátíð

Heil og sæl

Síðasta vika 4.flokks kvenna keppnistímabilið 2010-2011 er að renna sitt skeið.

Þetta er æfingaáætlun næstu viku:

15.sept. Fim. FRÍ
16.sept. Fös. B2-Stjarnan. Aðrir mæta á æfingu
19.sept.Mán. Efra Gras 17:30
21.sept. FH-ÍBV
22.sept. Uppskeruhátíð 4.flokks kvenna.
23.sept. Fös. Uppskeruhátíð Yngri flokka FH.

Ég mun henda inn tímasetningum seinna inn í dag.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Monday, September 12, 2011

4.Flokkur. Æfingar í vikunni

Heil og sæl

Er kominn til landsins eftir dvöl í Þýskalandi.

Æfingarnar verða eftirfarandi í vikunni:

Þri: Efra Gras 17:00
Mið.Efra Gras. 18:00
Fim. Leikir hjá B-liðum
Fös.Efra Gras 16:00

Við æfum svipað í næstu viku en nýtt tímabil tekur síðan við með nýjum æfingartímum.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, September 9, 2011

3&4.fl Helgarfrí

Sælar,

Helgarfrí föstud. laugard. og sunnudag hjá bæði 3fl. og 4.fl. Verið nú duglegar um helgina. Fara með hundinn, heimsækja ömmu gömlu og skúra stofuna.

Leikur hjá B2 gegn Stjörnunni fer fram í næstu viku.

Kv,

Þjálfarar

Tuesday, September 6, 2011

4.Flokkur. Vikan

Heil og sæl

Hópurinn stóð í ströngu um helgina en við tökum því rólega í vikunni. Við æfðum í gær. Margir fóru á landsleikinn í kvöld og við æfum á miðvikudaginn og B2 spilar á föstudaginn. Aðrir leikmenn æfa með 3.flokki á föstudaginn.


Mið. Risinn. 16:00 Kári verður með æfinguna.

Fös. B2 -Stjarnan. Nánar síðar. Aðrir leikmenn æfa með 3.flokki

Helgin. FRÍ

Við förum ekki á Hvolsvöll  um helgina þar sem enn ein fermingarferðin verður á sama tíma.

Ég verð í Þýskalandi næstu daga og sé ykkur næst á mánudaginn.

Kv. Þórarinn B.

Monday, September 5, 2011

Sunday, September 4, 2011

4.Flokkur. Glæsilegur sigur í lokaleik Íslandsmótsins. Allir út að borða í kvöld. Æfing í á efra grasinu á morgun 18:00

Heil og sæl

A-liðið lék sinn síðasta leik í Íslandsmótinu í ár gegn KA. Fyrir leikinn varð það ljóst að við gætum ekki farið í úrslitaleikinn en stefnan var sett á að klára mótið með sæmd og spila vel.

Það gekk heldur betur eftir þrátt fyrir að nokkrir sterkir leikmenn gátu ekki beitt sér í leiknum. Liðið lék frábærlega í dag og vann ansi sannfærandi sigur 8-2 á KA á miðgrasinu við frábærar aðstæður. Liðið endaði því í þriðja/fjórða sæti á Íslandsmótinu í ár og getum við vel við unað. Að sjálfsögðu stefndum við á að fara lengra en við töpuðum aðeins fyrir einu félagsliði í ár en við erum staðráðin í því að breyta því strax á næsta tímabili.

Markaskorarar í dag voru eftirfarandi: Erna Gulltá með þrennu , Mellý Sifurtá með tvö,  Hildur María með eitt í samskeytin, Jóna tæklaði einn í netið og Ingibjörg setti eitt eftir horn.


Allur hópurinn ætlar út að borða í kvöld á "Burgerinn" og síðan liggur leið á Vesturbæjarís. Allir eiga að mæta, líka þær sem ekki voru í hóp um helgina. Við pöntuðum fyrir ykkur á Burgerinn í dag klukkan 19:00. Skemmtið ykkur vel og við sjáumst á morgun á efra grasinu 18:00.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Saturday, September 3, 2011

4.Flokkur. Tap í baráttuleik í dag. Síðasti leikurinn í Krikanum á morgun.

Heil og sæl

Tap í dag gegn góðu Blikaliði. Við lékum kannski ekki vel en baráttan og viljinn var til fyrirmyndar.

Síðasti leikurinn á morgun á keppnistímabilinu gegn KA í Krikanum. Mæting er 11:00 í Kaplakrika en leikurinn er á hádegi, 12:00.

Nokkrir leikmenn eiga við meiðsli að stríða og við sjáum til á morgun hvort þeir geti spilað.

Munið að undirbúa ykkur vel og klárum þetta með sæmd.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, September 2, 2011

4.Flokkur. Fínn sigur í dag. Annar dagur í úrslitakeppni á morgun í Kópavogi

Heil og sæl

Fínn sigur í dag og liðið lék mjög vel. Nótt og Mellý með tvö og Selma með eitt.

Á morgun förum við í Kópavoginn og mætum Blikum. Leikurinn fer fram á Smárahvammsvelli klukkan 12 en mæting er í Fífuna klukkan 11:00. Sami hópur á að mæta á morgun og þá meina ég allar.

Munið að hvílast vel í kvöld og undurbúa ykkur vel fyrir leikinn í alla staði.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, September 1, 2011

4.Flokkur. Úrslitakeppni A-liða. Fyrsti leikur á morgun í Grindavík

Heil og sæl

A-liðið mun leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins á morgun í Grindavík. Liðið er í riðli með Grindavík, Breiðablik og KA. Það lið sem stendur uppi sem sigurveigari mun spila úrslitaleikinn í 4.flokki.

Fyrsti leikurinn er gegn Grindavík í þeirra heimabæ klukkan 16:15. Við munum væntanlega spila á þeirra aðalvelli.

Mæting er í leikinn 15:15 og eftirfarandi leikmenn eiga að mæta:

Hafdís, Kolfinna, Mæja, Sunna, Elín, Harpa, Elín, Nótt, Erna, Ingibjörg, Mellý, Hildur María, Selma, Helga, Korký, Jóna, Sara Líf og Sara Sól.

Munið að undirbúa ykkur vel fyrir leikinn.Nærast og hvílast vel og hafa allt til alls í leiknum.

Ef einhver á erfitt með að fá far þá verðið þið að láta okkur vita sem allra fyrst.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

4.Flokkur. Æfing og matur í Krikanum í kvöld.

Heil og sæl

Síðasta æfingin fyrir úrslitakeppnina verður í dag.Æfingin hefst klukkan 18:00 og verður á efra grasinu. Æfingin verður í syttra lagi og þið hafið tök á því að fara í sturtu eftir æfingu.

Við borðum svo strax á eftir í Krikanum og þið eigið að koma með 500 krónur með ykkur.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.