Sunday, September 4, 2011

4.Flokkur. Glæsilegur sigur í lokaleik Íslandsmótsins. Allir út að borða í kvöld. Æfing í á efra grasinu á morgun 18:00

Heil og sæl

A-liðið lék sinn síðasta leik í Íslandsmótinu í ár gegn KA. Fyrir leikinn varð það ljóst að við gætum ekki farið í úrslitaleikinn en stefnan var sett á að klára mótið með sæmd og spila vel.

Það gekk heldur betur eftir þrátt fyrir að nokkrir sterkir leikmenn gátu ekki beitt sér í leiknum. Liðið lék frábærlega í dag og vann ansi sannfærandi sigur 8-2 á KA á miðgrasinu við frábærar aðstæður. Liðið endaði því í þriðja/fjórða sæti á Íslandsmótinu í ár og getum við vel við unað. Að sjálfsögðu stefndum við á að fara lengra en við töpuðum aðeins fyrir einu félagsliði í ár en við erum staðráðin í því að breyta því strax á næsta tímabili.

Markaskorarar í dag voru eftirfarandi: Erna Gulltá með þrennu , Mellý Sifurtá með tvö,  Hildur María með eitt í samskeytin, Jóna tæklaði einn í netið og Ingibjörg setti eitt eftir horn.


Allur hópurinn ætlar út að borða í kvöld á "Burgerinn" og síðan liggur leið á Vesturbæjarís. Allir eiga að mæta, líka þær sem ekki voru í hóp um helgina. Við pöntuðum fyrir ykkur á Burgerinn í dag klukkan 19:00. Skemmtið ykkur vel og við sjáumst á morgun á efra grasinu 18:00.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

No comments:

Post a Comment