Wednesday, December 28, 2011

4.Flokkur. Æfing 28.des

Heil og sæl

Við æfum einu sinni á milli jóla og nýárs, miðvikudaginn 28.des í Risanum klukkan 14:00.

Kv. Þórarinn B.

Wednesday, December 14, 2011

4.Flokkur. Æfing í dag, miðvikudaginn 14.des í Risanum

Heil og sæl

Við æfum í dag, miðvikudag í Risanum þar sem æfingarnar falla niður á fimmtudaginn. Einnig æfum við ekki á föstudaginn sem og sunnudag.

Við munum æfa tvisvar í næstu  viku. Á mánudaginn á sama tíma í Risanum og einnig á miðvikudaginn þar sem hópurinn mun væntanlega gera eitthvað skemmtilegt saman eftir æfinguna. Nánar síðar.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, December 2, 2011

4.Flokkur. Aðventufrí. FRÍ um helgina

Heil og sæl

Við gefum frí um helgina þ.e.a.s í dag og á sunnudaginn.

Gervigrasið í Krikanum er frosinn og Ásvellir einnig.

Við hittumst því aftur á mánudaginn.

Hafið það gott um helgina.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda.

Wednesday, November 30, 2011

4.Flokkur. Fínir leikir um helgina og næstu æfingar

Heil og sæl

Fínir leikir um helgina. B-liðið spilaði tvo leiki, tapaði 1-0 fyrir Breiðablik en gerði jafntefli í Keflavík 1-1 þar sem liðið lék mjög vel. Embla Björt var markaskorarinn.

A-liðið lék gegn Keflavík og vann góðan sigur 7-0 þar sem frænkurnar Rannveig og Mellý gerðu þrjú en Korký setti eitt.

Næstu æfingar eru eftirfarandi:

29.nóv. Þri. Risinn 19:30

1.des. Fim. Víðó. 18:00 og 19:00. Sleppum útihlaupi að þessu sinni

2.des. Fös. Gervigras. ? Væntanlega frestað þar sem klaki er á vellinum.

4.des. Sun. Ásvellir? Snjór og klaki eru yfir vellinum þessa stundina. Sjáum til.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, November 23, 2011

4.Flokkur. Faxinn. Leikir um helgina.

Heil og sæl

A og B-lið spila um helgina í Faxaflóamótinu. B-liðið spilar bæði á laugardag sem og sunnudag.

Á laugardaginn spilar B-liðið gegn Blikum 2 í Fífunni og hefst sá leikur klukkan 15:00.

Á sunnudaginn spila bæði lið í Reykjaneshöllinni gegn Keflavík. A-liðið spilar klukkan 13:00 en B-liðið klukkan 14:20.

Hóparnir verða tilkynntir á æfingunni í Víðó á morgun. Munið að mæta með endurskinsmerki.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Saturday, November 19, 2011

4.Flokkur. Æfingar næstu daga.

4.Flokkur. Æfingar næstu daga.

 
Sun. 20.nóv. Ásvellir. 13:00. Seinna en venjulega.
Mán.21.nóv. Æfing fellur niður.
Þri. 22.nóv. Risinn 19:30
Fim.24.nóv. Víðó. 18:00 og 19:00. Hlaup á undan
Sun.27.nóv. Faxinn. Reykjaneshöllinn. A og B-lið.

Æfingin á morgun er seinna en venjulega og æfingin á mánudaginn fellur niður.
Við spilum næsta sunnudag í Kelfavík í Faxanum og B-liðið gæti spilað gegn Breiðablik  í vikunni.
 Kv. Þórarinn B. og Kári D. 

Friday, November 11, 2011

4.Flokkur. Faxinn á morgun. A-lið í Garðabænum en B-lið í Krikanum

 Heil og sæl
A-lið spilar gegn Stjörnunni klukkan 11:00 en mæting er klukkan 10:20. Sami hópur og síðast.

B-lið spilar gegn ÍBV í Krikanum, á gervigrasinu klukkan 12:30. Sami hópur og síðast.

Munið að undirbúa ykkur vel en leikirnir á morgun eru í Faxaflóamótinu og eru 2x35.

B-lið - við Kári komum rétt fyrir leikinn en Inga stýrir upphitun.
 
Kv. Þórarinn B. og Kári D. 

Thursday, November 10, 2011

4.Flokkur. Æfing í dag, fimmtudag.

Heil og sæl

Við munum æfa í dag, fimmtudag, í Víðistaðaskóla eins og venjulega.


Látið það berast til allra í flokknum.

Kv. Þórarinn B.

Sunday, November 6, 2011

4.Flokkur. Fínt í Garðabæ í dag. Æfingar næstu daga. Foreldrar MUNIÐ að skrá ykkur í Nórakerfið

Heil og sæl

Fínt í Garðabæ í dag. A-lið lék þrjá leiki. Vann Stjörnuna 3-1 (Rannveig, Korký og Mellý), Aftureldingu 1-0(Mellý) og jafntefli við KA 1-1(Mellý).

B-liðið tapaði tveimur leikjum naumt 1-0 gegn Stjörnunni og KA en gerði jafntefli við Aftureldingu.

Bæði lið stóðu sig vel en næstu helgi hefst Faxinn en A-liðið heldur aftur í Garðabæinn og spilar gegn Stjörnunni en B-liðið spilar gegn ÍBV í Krikanum.

Æfingar næstu dag er hér til hliðar.


Ég minni síðan foreldra á að skrá sig í Nórakerfið sem allra fyrst. Það þarf að gerast fyrir þriðjudaginn. Það er allra hagur að þið gerið það ekki seinna en núna.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Saturday, November 5, 2011

4.Flokkur. Mót í Garðabæ á morgun. A og B-lið spila þrjá leiki

Heil og sæ



 Mót í Garðabæ á morgun.A og B-lið spila þrjá leiki gegn Stjörnunni, KA og Aftureldingu. A-lið á að mæta 7:20 en fyrsti leikur er klukkan 8:00. B-lið mætir 8:45 og byrjar að spila 9:20.

A-lið spilar klukkan 8:00, 11:20 gegn KA og 14:00 gegn Aftureldingu.

B-lið spilar klukkan 9:20, 12:40 gegn KA og 15:20 gegn Aftureldingu.

Munið að undirbúa ykku vel og mæta með allan búnað til leiks.

Allir leikmenn eiga að mæta.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, November 3, 2011

4.Flokkur. Leikmannafundur á morgun í Lækjarskóla klukkan 16:00

Heil og sæl

Minni á leikmannafundinn á föstudaginn. Í stað þess að mæta á æfingu á gervigrasið þá er mæting í Lækjarskóla á sama tíma, klukkan fjögur.

Farið verður yfir liðin sem spila á sunnudaginn, leikskipulag og næstu verkefni.

Vöfflunefndin (Harpa, Helga, Ásdís og Sara Sól) mun sjá um að baka vöfflur og hita kakóið fyrir mannskapinn.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Tuesday, November 1, 2011

4.Flokkur. Nóra-kefið. Mikilvægt að foreldrar skrái sig sem allra fyrst inn í kerfið


Heil og sæl

ÍTREKUN

Skráning og greiðsla æfingagjalda
Knattspyrnudeild FH hefur tekið í notkun skráningar- og greiðslukerfið Nora. Æfingagjöld verða innheimt í gegnum kerfið tvisvar á ári. Einnig heldur það utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og ef þörf krefur heilsufarsupplýsingar.
Ef iðkandi vill stunda knattspyrnuæfingar hjá félaginu verður hann að vera skráður í kerfið að öðru leiti er hægt að meina honum aðgang að æfingum og keppni.
Skráning skal fara fram fyrir þann 8. nóvember.
Íbúagátt Hafnarfjarðar
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að foreldrar greiða nú æfingargjald að fullu.
Þeir sem skrá barn sitt í Íbúagátt Hafnarfjarðar fá hluta æfingargjalds endurgreitt.


Nánari upplýsingar varðandi Nora, Íbúagátt og æfingagjöld má finna hér


Monday, October 24, 2011

4.Flokkur. Foreldrafundur á miðvikudaginn. Gothia Cup

Heil og sæl


Við verðum með foreldrafund á miðvikudaginn klukkan 18:00 í Kaplakrika.

Aðilar frá ferðaskrifstofunni Vita mæta og kynna fyrir okkur mótið og allt sem snertir ferðina.

Mikilvægt er að allir mæti.

Æfingar til 6.nóv er hægt að sjá hér til hliðar. ATH stefnan er að hafa æfingaleik í vikunni og leikmannafund í næstu viku. Nánar síðar.

Kv. Þórarinn B.

Wednesday, October 19, 2011

4.Flokkur. Æfingar í Vetrarfríi

Heil og sæl

Í dag hefst vetrarfrí í skólum í Hafnarfirði. Við æfum engu að síður á fimmtudaginn sem og föstudaginn. Við gefum aftur á móti frí á æfingunni næstkomandi sunnudag og hittumst síðan aftur á mánudaginn.

Við minnum á útihlaupið fyrir æfinguna á morgun í Víðistaðaskóla. Yngra árið 18:00 en eldra árið 19:00.


Á föstudaginn æfum við á gervigrasinu klukkan 13:00 í stað 16:00.

Æfingataflan er hér til hliðar.

Kv. Þórarinn B.

Monday, October 17, 2011

4.Flokkur. ATH. FJÁRÖFLUN. Munið að sækja vörurnar á morgun.

Heil og sæl

Muna að sækja fjáröflunarvörur millli 19 og 20 á Standgötu 75 Bílaraf ( hjá Pizzunni ) á morgun þriðjudag:)

Kv. Helga Dögg 866-6628.

Wednesday, October 12, 2011

4.Flokkur. Hlaup á morgun fyrir æfinguna í Víðó og Fjáröflun í fullum gangi

Heil og sæl

Við hlaupum í fyrsta sinn í vetur á morgun fyrir æfingarnar í Víðistaðaskóla. Fyrri hópurinn á að mæta 17:30 í síðasta lagi í íþrótthúsið í Víðistaðaskóla. Seinni hópurinn mætir 18:20 í hlaupið.

Mætið bæði með hlaupaföt og inniföt í boltaæfingarnar.

Fjáröflun er komin af stað og er í fullum gangi. Allar upplýsingar er hægt að nálgast inn á Facebook síðunni okkar eða senda Helgu tölvupóst á helgadogg@aslandsskoli.is

Kv. Þórarinn B.

Wednesday, October 5, 2011

4.Flokkur. Foreldrafundur á morgun og æfingahóparnir á fimmtudögum í Víðistaðarskóla

Heil og sæl

Minni á foreldrafundinn á morgun í Lækjarskóla klukkan 20:00. Allir foreldrar að mæta.

Einnig minni ég foreldra á íbúagáttina. Það þarf að skrá sig í hana fyrir 15.okt til þess að fá styrkinn frá Hafnarfjarðarbæ.

Æfingahóparnir á fimmtudögum í vetur eru eftirfarandi:


Hópur A. Yngra árið. 18:00
Hópur B. Eldra árið.  19:00

Birta, Helena og Rannveig mæta með eldra árinu.

Við stefnum á að hlaupa alltaf fyrir æfingar á fimmtudögum en við sleppum því á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Foreldrar athugið

Íbúagáttin verður opin til 15. október. Farið inn og skráið ykkur. Ef ekki þá fellur styrkurinn niður og kostnaður lendir á foreldrum.
kv. Barna- og unglingaráð

Tuesday, October 4, 2011

3. fl. 1996 og 1997 Leikmanna og foreldrafundur

MUNIÐ FUNDINN Í KVÖLD, ÞRIÐJUDAGINN 4. OKT. KL. 19:30 Í KRIKANUM. MIKILVÆGT AÐ LEIKMENN OG A.M.K. ANNAR FORELDRI MÆTI.

Monday, October 3, 2011

3. fl. Vikan framundan

þri. 4. 19:30 foreldra- og leikmannafundur í Sjónarhóli. 21:30-22:00 æf. Risinn
mið. 5. 21:00-22:00 æfing Víðistsk.
fim. 6. 21:00-22:00 æfing Risinn
sun. 9 11:00-12:30 æfing Ásvellir


! Dagskrá fundarins verður auglýst á morgun.

MIKILVÆGT AÐ MÆTA MEÐ A.M.K. ÖÐRU FORELDRI Á FUNDINN Á MORGUN

kv. Davíð

Sunday, October 2, 2011

4.Flokkur. Nýtt tímabil 2011-2012. Æfingar í vetur.

Heil og sæl

Nýtt tímabil hefst formlega á morgun en þá hefjast æfingar í Risanum. Við bjóðum '99 árganginn velkominn í 4.flokk.

Við æfum fjórum til fimm sinnum í viku í vetur og stefnan er sett á að spila æfingaleiki sem allra fyrst. Faxaflóamótið hefst í október og það því ljóst að það verður nóg að gerast á næstu vikum.

Foreldrafundur verður á fimmtudaginn klukkan 20:00. Farið verður yfir verkefnin á tímabilinu.

Æfingartaflan í vetur



Mánudagar. Risinn 15:00

Þriðjudagar. Risinn. 19:30



Fimmtudagar. Víðistaðarskóli. Tvískipt. 18:00 og 19:00. Hlaup á undan.


Föstudagar. Gervigras 16:00.


Sunnudagar. Ásvellir. 11:00

Sjáumst á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, September 29, 2011

Tilkynning frá skólastjóra Afreksskólans

Þriðjudaginn 4. okt. n.k. kl. 15:30 verður haldinn kynningarfundur í Kaplakrika fyrir nemendur i skólanum.

Mikilvægt að mæta!

Wednesday, September 28, 2011

3. fl. 1996 og 1997

Óþolandi breytingar á dagskrá!

 Leikmannafundurinn í dag fellur niður vegna skemmtana í skólum í bænum. Fundurin verður haldinn í næstu viku.
 
Hins vegar verður æfing á morgun fim. kl. 21:00 í Risanum eins auglýst hefur verið .
 
kv.þjálf
 

Tuesday, September 27, 2011

3. fl. 1996 og 1997

Sælar stúlkur
Smávægilegar breytingar á áður auglýstri dagskrá vegna "litla lokahófsins" í 4. fl.


mið. 28. kl. 21:00 leikmannafundur ´96 og ´97 Sjónarhól (Krikinn). MIKILVÆGT AÐ BÁÐIR ÁRGANGARNIR MÆTI!!! Farið verður yfir veturinn, æfingatíma, verkefni og áherslur
fim. 30. kl. 21:00-22:00 æf. Risinn. Æfingar hefjast á fullu að nýju!
sun. 3. kl. 11:00-12:30 æf. Ásvellir
þri. 5. kl. 20:30-22:00 æf. Risinn
mið. 6. kl. 21:00-22:00 æf. Víðó
osfrv.

Stefnt er að foreldrafundi í næstu viku.

kv. Þjálf

Saturday, September 24, 2011

4.Flokkur. ATH BREYTING. Verður á ÞRIÐJUDAGINN Litla Lokahóf, Amazing Race og Út að borða

Lokauppgjörið okkar verður á ÞRIJUDAGINN  27.september

Við þurfum að færa lokahófið til þriðjudags þar sem handboltaleikurinn er á morgun.

Við byrjum einnig fyrr á þriðjudaginn þar sem flestir eru í fríi í skólanum þann daginn.


Munið að skrá ykkur á toti@laekjarskoli.is


Ef þið eruð ekki kominn í lið þá bætum við ykkur inn í einhver lið.



AMAZING RACE - Litla Lokahófið- Út að borða

Lokauppgjör 4.flokks kvenna verður á ÞRIÐJUDAGINN

15:00. Mæting í Kaplakrika

15:05 Amazing Race hefst

18:30 Mæting aftur í Kaplakrika. Mætið prúðbúnar.

18:40. Uppgjör og "verðlaun" keppnistímabilið 2010-2011

19:40 Út að borða  á Burgerinn.


Varðandi liðin sem taka þátt í Amazing Race þá miðum við að hvert lið má vera með frá fjórum þátttakendum til sex.

Kári eru búinn að smíða glæsilegan leik þar sem þið verið að leysa margar furðulegar þrautir.

Þið þurfið að senda mér tillögur af liðum og staðfestingu á þið mætið á toti@laekjarskoli.is  sem fyrst.

Ef einhver er í vandræðum að komast í lið þá reddum við Kári ykkur. Hafið engar áhyggjur af því.


En hvert lið verður að hafa aðgang að myndavél sem getur einnig tekið upp myndband. 


Mætið með hjól þið gætuð þurft að fara vítt og breitt um bæinn.

Eini kostnaðurinn er á Burgerinn. Nánar á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

4.Flokkur. Íslandsmótið. ATH BREYTING Á TÍMA. B-liðin spila á morgun gegn ÍBV á miðgrasinu.

Heil og sæl


ATH BREYTING Á TÍMASETNINGU

ÍBV kemur í heimsókn á morgun og spila bæði B-liðin. B2 mun spila fyrst og hefst leikurinn 11:30 Mæting er í leikinn inn í íþrótthús klukkan 11:00  B1 spilar seinni leikinn og hefst hann 12:40 en mæting er á miðgrasið 12:10.

Hóparnir eru eftirfarandi: B1: Þóra, Sara Sól, Sunna, Elín, Sara Líf, Ingibjörg, Harpa, Helga, Korký, Ásdís, Rannveig, Mellý. Hildur Kolfinna, Ísól, Birgitta og Sigrún spila báða leikina ásamt Þóru.

B2: Birgitta, Ísól, Sigrún, Þóra(útispilari) og Hildur Kolfinna, Björk,  Sóley, Helga Rós,  Ylfa, Lovísa. Úr 5.flokki Hrafnhildur,  Helena, Birta, Aþena, Bjarkey, Guðný, og Kristín Fjóla.

Látið mig vita ef ég að gleyma einhverjum. 

Munið að láta vita ef þið komist ekki.


Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, September 22, 2011

4.Flokkur. Æfing í dag á efra grasinu. 17:30

Heil og sæl

Við æfum í dag á efra grasinu 17:30.

Litla lokhófið verður á mánudaginn en ég minni á B-leikina gegn ÍBV á sunnudaginn og að sjálfsögðu á lokahófið á morgun.

Munið að þið eigið að koma með bakkelsi á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. og 4. fl. Munið!

LOKAHÓF

Minnum á lokahóf 3., 4., og 5. flokks karla og kvenna í knattspyrnu á morgun föstudag frá klukkan 17 til 19.  Allir að mæta með eitthvað matarkyns á hlaðborð s.s. muffins, skúffuköku, pizzusnúða, niðurskorna ávexti eða eitthvað annað sem hægt er að borða af servéttu. Drykkir verða á staðnum.

KveðjaForeldraráðin

Monday, September 19, 2011

4.Flokkur. Æfingar, uppskeruhátíðir og leikir á sunnudaginn. Nýtt tímabil hefst á mánudaginn

Heil og sæl

Fín mæting í dag og einnig var gaman að sjá alla þá leikmenn sem spiluðu í rokinu á föstudaginn gegn Stjörnunni.

Við æfum á morgun á efra grasinu 17:30 en gefum frí á miðvikudag þar sem margir skólar eru með dansleiki það kvöldið.

Á fimmtudaginn höldum við okkar eigið lokahóf. Nánar um það á æfingunni á morgun.

Daginn eftir er svo uppskeruhátíð Unglingaráðs.

En við ljúkum svo tímabilinu með tveimur leikjum á sunnudaginn gegn ÍBV á miðgrasinu á sunnudaginn og hefjum nýtt tímabil daginn eftir.

Í næstu viku verða haldnir foreldrafundir sem og leikmannafundir bæði hjá þriðja og fjórða flokki.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

4.fl Æfing í dag

Sælar,

Æfing í dag kl 17:30 upp á efra grasi.

kv,

Tóti og Kári

Thursday, September 15, 2011

4.Flokkur. FH-Stjarnan á morgun á efra grasinu 17:00

Heil og sæl

B2 spilar gegn Stjörnunni á morgun. Við spilum með tvö lið á morgun en Stjarnan mætir með nýja 4.
flokkinn sinn til leiks.

Í fyrri hálfleik spila: Þóra, Helga, Korký, Ingibjörg, Mellý, Ásdís, Rannveig, Harpa, Jóna, Ísól og Birgitta.

Í seinni hálfleik spila: Hrafnhildur, Sigrún, Sóley, Inga, Lovísa, Hildur Kolfinna, Helga Rós, Björk, Helena, Birta, Aþena, Bjarkey, Gunnhildur og Kristín Fjóla.

Allir leikmenn að mæta 16:30 í síðasta lagi.

Látið vita ef þið komst ekki.

Kv. Þórarinn B.

4.Flokkur. Æfingar og leikir fram að Uppskeruhátíð

Heil og sæl

Síðasta vika 4.flokks kvenna keppnistímabilið 2010-2011 er að renna sitt skeið.

Þetta er æfingaáætlun næstu viku:

15.sept. Fim. FRÍ
16.sept. Fös. B2-Stjarnan. Aðrir mæta á æfingu
19.sept.Mán. Efra Gras 17:30
21.sept. FH-ÍBV
22.sept. Uppskeruhátíð 4.flokks kvenna.
23.sept. Fös. Uppskeruhátíð Yngri flokka FH.

Ég mun henda inn tímasetningum seinna inn í dag.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Monday, September 12, 2011

4.Flokkur. Æfingar í vikunni

Heil og sæl

Er kominn til landsins eftir dvöl í Þýskalandi.

Æfingarnar verða eftirfarandi í vikunni:

Þri: Efra Gras 17:00
Mið.Efra Gras. 18:00
Fim. Leikir hjá B-liðum
Fös.Efra Gras 16:00

Við æfum svipað í næstu viku en nýtt tímabil tekur síðan við með nýjum æfingartímum.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, September 9, 2011

3&4.fl Helgarfrí

Sælar,

Helgarfrí föstud. laugard. og sunnudag hjá bæði 3fl. og 4.fl. Verið nú duglegar um helgina. Fara með hundinn, heimsækja ömmu gömlu og skúra stofuna.

Leikur hjá B2 gegn Stjörnunni fer fram í næstu viku.

Kv,

Þjálfarar

Tuesday, September 6, 2011

4.Flokkur. Vikan

Heil og sæl

Hópurinn stóð í ströngu um helgina en við tökum því rólega í vikunni. Við æfðum í gær. Margir fóru á landsleikinn í kvöld og við æfum á miðvikudaginn og B2 spilar á föstudaginn. Aðrir leikmenn æfa með 3.flokki á föstudaginn.


Mið. Risinn. 16:00 Kári verður með æfinguna.

Fös. B2 -Stjarnan. Nánar síðar. Aðrir leikmenn æfa með 3.flokki

Helgin. FRÍ

Við förum ekki á Hvolsvöll  um helgina þar sem enn ein fermingarferðin verður á sama tíma.

Ég verð í Þýskalandi næstu daga og sé ykkur næst á mánudaginn.

Kv. Þórarinn B.

Monday, September 5, 2011

Sunday, September 4, 2011

4.Flokkur. Glæsilegur sigur í lokaleik Íslandsmótsins. Allir út að borða í kvöld. Æfing í á efra grasinu á morgun 18:00

Heil og sæl

A-liðið lék sinn síðasta leik í Íslandsmótinu í ár gegn KA. Fyrir leikinn varð það ljóst að við gætum ekki farið í úrslitaleikinn en stefnan var sett á að klára mótið með sæmd og spila vel.

Það gekk heldur betur eftir þrátt fyrir að nokkrir sterkir leikmenn gátu ekki beitt sér í leiknum. Liðið lék frábærlega í dag og vann ansi sannfærandi sigur 8-2 á KA á miðgrasinu við frábærar aðstæður. Liðið endaði því í þriðja/fjórða sæti á Íslandsmótinu í ár og getum við vel við unað. Að sjálfsögðu stefndum við á að fara lengra en við töpuðum aðeins fyrir einu félagsliði í ár en við erum staðráðin í því að breyta því strax á næsta tímabili.

Markaskorarar í dag voru eftirfarandi: Erna Gulltá með þrennu , Mellý Sifurtá með tvö,  Hildur María með eitt í samskeytin, Jóna tæklaði einn í netið og Ingibjörg setti eitt eftir horn.


Allur hópurinn ætlar út að borða í kvöld á "Burgerinn" og síðan liggur leið á Vesturbæjarís. Allir eiga að mæta, líka þær sem ekki voru í hóp um helgina. Við pöntuðum fyrir ykkur á Burgerinn í dag klukkan 19:00. Skemmtið ykkur vel og við sjáumst á morgun á efra grasinu 18:00.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Saturday, September 3, 2011

4.Flokkur. Tap í baráttuleik í dag. Síðasti leikurinn í Krikanum á morgun.

Heil og sæl

Tap í dag gegn góðu Blikaliði. Við lékum kannski ekki vel en baráttan og viljinn var til fyrirmyndar.

Síðasti leikurinn á morgun á keppnistímabilinu gegn KA í Krikanum. Mæting er 11:00 í Kaplakrika en leikurinn er á hádegi, 12:00.

Nokkrir leikmenn eiga við meiðsli að stríða og við sjáum til á morgun hvort þeir geti spilað.

Munið að undirbúa ykkur vel og klárum þetta með sæmd.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, September 2, 2011

4.Flokkur. Fínn sigur í dag. Annar dagur í úrslitakeppni á morgun í Kópavogi

Heil og sæl

Fínn sigur í dag og liðið lék mjög vel. Nótt og Mellý með tvö og Selma með eitt.

Á morgun förum við í Kópavoginn og mætum Blikum. Leikurinn fer fram á Smárahvammsvelli klukkan 12 en mæting er í Fífuna klukkan 11:00. Sami hópur á að mæta á morgun og þá meina ég allar.

Munið að hvílast vel í kvöld og undurbúa ykkur vel fyrir leikinn í alla staði.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, September 1, 2011

4.Flokkur. Úrslitakeppni A-liða. Fyrsti leikur á morgun í Grindavík

Heil og sæl

A-liðið mun leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins á morgun í Grindavík. Liðið er í riðli með Grindavík, Breiðablik og KA. Það lið sem stendur uppi sem sigurveigari mun spila úrslitaleikinn í 4.flokki.

Fyrsti leikurinn er gegn Grindavík í þeirra heimabæ klukkan 16:15. Við munum væntanlega spila á þeirra aðalvelli.

Mæting er í leikinn 15:15 og eftirfarandi leikmenn eiga að mæta:

Hafdís, Kolfinna, Mæja, Sunna, Elín, Harpa, Elín, Nótt, Erna, Ingibjörg, Mellý, Hildur María, Selma, Helga, Korký, Jóna, Sara Líf og Sara Sól.

Munið að undirbúa ykkur vel fyrir leikinn.Nærast og hvílast vel og hafa allt til alls í leiknum.

Ef einhver á erfitt með að fá far þá verðið þið að láta okkur vita sem allra fyrst.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

4.Flokkur. Æfing og matur í Krikanum í kvöld.

Heil og sæl

Síðasta æfingin fyrir úrslitakeppnina verður í dag.Æfingin hefst klukkan 18:00 og verður á efra grasinu. Æfingin verður í syttra lagi og þið hafið tök á því að fara í sturtu eftir æfingu.

Við borðum svo strax á eftir í Krikanum og þið eigið að koma með 500 krónur með ykkur.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Tuesday, August 30, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. B2-Fylkir 17:00. Aðrir mæta á æfingu strax á eftir 18:15 upp á efra gras

Heil og sæl

B2 spilar á morgun gegn Fylki í Íslandsmótinu og er leikurinn í Kaplakrika.

Mæting í leikinn er 16:15 í íþróttahúsið en leikurinn hefst klukkan 17:00.

Hópurinn er eftirfarandi: Ísól, Sunna, Sigrún, Sóley, Sara Sól, Björk, Katrín, Helga Rós, Birgitta, Rannveig, Ásdís.Helena, Birta, Þóra, Guðný, Kristín Fjóla og Ylfa

Aðrir leikmenn mæta á æfingu 18:15 upp á efra gras. Æfingin verður stutt.

Minni á æfinguna á fimmtudaginn eins og við ræddum í kvöld og við munum borða á eftir.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. Tap gegn Val

FH-stelpurnar töpuðu óþarflega stórt fyrir Val á Hlíðarenda í gærdag. Valsmenn voru sterkari aðilinn en FH átti séns framan af. Staðan í hálfleik var 3-1 en í síðari hálfleik var varnarleikur FH ekki góður og Valsmenn bættu við mörkum meðan FH skoraði aðeins 1. Lokatölur 8-2. Markaskorari FH var Alda.

Monday, August 29, 2011

4.Flokkur. Æfingin á morgun er klukkan 19:15 í Risanum

Heil og sæl

Æfingin á morgun er eftir seinni leik FH-Hauka í meistarflokki kvenna og hefst því klukkan 19:15. Skyldumæting.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. Sigur á Selfossi

Stelpurnar í 3ja sigruðu Selfoss á Selfossi á laugardaginn s.l. Það voru Selfyssingar sem komust yfir snemma leiks eftir góða aukaspyrnu og héldu forustinni þangað til undir lok leiksins þegar að FH náði loks að skora eftir þunga sókn nánast allan leikinn. Í kjölfarið komu tvö mörk til viðbótar og FH sigraði verðskuldað.
Markaskorarar voru þær Elva Björk með 2 og Alda með 1.

3. fl. Munið leikinn í dag!!!

Í dag mánudag kl. 18:00 fer fram frestaður leikur Vals og FH á Hlíðarenda.
Hópur (mæt. 17:00): Gio, Viggó, Kristrún, Birta, Sossa, Gussa, Alda, Dagbjört, Elva, Alana og Oktavía.
kv. Þjálf

Sunday, August 28, 2011

4.Flokkur. Æfingar í vikunni. Úrslitakeppni A-liða um næstu helgi

Heil og sæl

Fossvogsmótið gekk vel hjá báðum liðum og bæði liðin stóðu sig vel. Eldra árið vann mótið en yngra árið lenti í þriðja sæti.

Úrslitakeppni A-liða verður næstu helgi. A-liðið mætir Breiðablik, Grindavík og KA og fara leikirnir fram hér á suðvesturhorninu. Leikið verður á föstudag, laugardag og sunnudag. Nánar um úrslitakeppnina seinna í vikunni.

Við æfum á mánudaginn, þriðjudag og fimmtudag í vikunni en við hittumst eitt kvöldið í vikunni og borðum saman. Nánar um það seinna í vikunni.

29. ágúst. Mán. 18:00 Risinn
30.ágúst. Þri. 18:00 Risinn
31.ágúst. Mið. Fundur. B2 spilar gegn Fylki í Kapla
 1.sept. Fim. Efra Gras 18:00
 2.sept. Fös. Úrslitakeppni A-liða
 3.sept. Lau. Úrslitakeppni A-liða
 4.sept. Sun. Úrslitakeppni A-liða


Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, August 25, 2011

4.Flokkur. Fossvogsmótið á föstudaginn.

Heil og sæl

Fossvogsmótið er á morgun og við sendum tvö lið til keppni.

FH 1 er eldra árið en FH 2 verður yngra árið.

Ef ég hef gleymt einhverjum þá hringið þið bara í mig.

Í FH 1 eru eftirtaldir leikmenn: Hafdís Mæja, Elín, Sara Líf, Hildur Kolfinna, Hildur María, Helga Rós, Nótt, Birgitta,  Kolfinna, Jóna, Selma, Erna,  Sunna ,Ísól og Katrín.

Í FH 2 eru eftirtaldir leikmenn: Þóra, Helena, Sara Sól, Sigrún, Rannveig, Helga, Björk, Mellý, Korký, Lovísa, Ingibjörg, Ásdís, Harpa.

Mæting er klukkan 16:00 í Fagralund en keppni hefst 16:30. Keppnisgjald er 2000 krónur á mann. Hvert lið leikur fimm 25 mín leiki. Veitingar í lok móts en mótinu lýkur um átta til hálf níu.

Ef einhver leikmaður getur ekki keppt þá vinsamlegast látið mig vita með SMS eða hringið í mig.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, August 24, 2011

3. fl. Æfingar næsta vetur

Nú liggja fyrir drög að æfingatöflu fyrir næsta vetur. Vissulega geta orðið breytingar og óviðráðanlegar aðstæður sett strik í reikninginn. Hins vegar verður leitast við að halda eftirfarandi áætlun:


3. flokkur kvenna (stúlkur fæddar 1996 og 1997).
Þriðjudagar kl. 20.30 – 22.00 Risinn
Miðvikudagar kl. 20.00-21.00 Víðist. skóli
Fimmtudagar kl. 21.00 – 22.00 Risinn
Sunnudagar kl. 12.00 – 13.00 Ásvellir

Gengið hefur verið frá munnlegu samkomulagi um að undirritaður og Þórarinn Böðvar muni halda áfram þjálfun flokksins. Þeim til aðstoðar verða þær Sigrún Ella og Sigmundína Sara.

3. fl. Sigur á Stjörnunni

Stelpurnar í 3ja sigruðu Stjörnuna í Krikanum í gær. Snemma leiks var FH komið góð tök á leiknum með tveimur mörkum. Eftir það gáfu stelpurnar aðeins eftr og hleyptu Stjörnunni óþarflega mikið inn í leikinn. Það kom þó ekki í veg fyrir að FH bætti við mörkum og staðan í leikhlé var 4-1. Síðari hálfleikurinn var ágætur og stelpurnar höfðu góð tök á leiknum og bættu við einum marki. Lokatölur 5-1.

Lið FH hefur oft spilað betur en uppskorið minna. Sigurinn er hins vegar góður og styrkir stöðuna í riðlinum til muna.

Markaskorar: Tinna 2 eða 3 (mögulega sjálfsmark?), Nótt 1, Alda 1 ...annars er ég ekki viss (Vinsamlegast leiðréttið mig).

Framundan er stutt æfing í dag í Krikanum kl. 19:00, frí á fim., æfing á fös og leikur gegn Selfoss á lau.

kv. Davíð

Tuesday, August 23, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. A-lið. FH-Valur í Kaplakrika á morgun 16:00. B1-B2 spila strax á eftir

Heil og sæl

A-lið spilar sinn síðasta leik í A-riðli í Íslandsmótinu en Valsstúlkur koma í heimsókn í Kaplakrikann. Liðið er nú þegar búið að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. Liðið getur með sigri náð í annað sætið í riðlinum.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Mæja, Kolfinna, Helga, Harpa, Elín, Hildur María, Mellý, Selma, Nótt, Erna, Jóna, Korký, Sunna og Rannveig.

Mæting er klukkan 15:10 í íþróttahúsið en leikurinn hefst klukkan 16:00 á efra grasinu.

Strax á eftir spila B1-B2 og því eiga allir leikmenn sem ekki eru í hóp hjá A-liðinu á morgun að mæta. Mæting er á efragrasið klukkan 16:50 í síðasta lagi.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Sunday, August 21, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. Fjölnir-FH í A-liðum og B1

Heil og sæl

Íslandsmótið heldur áfram á morgun en þá förum við í Grafarvoginn og spilum gegn Fjölni. A-liðið leikur klukkan 17:00 en mæting er 16:15 í Egilshöll.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Helga, Elín, Mæja, Kolfinna, Harpa, Mellý, Hildur María, Ingibjörg, Erna, Selma, Nótt, Korký, Sara Sól, Sara Líf og Jóna.

B1 spilar 18:20 en mæting er á völlinn 17:45. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Rannveig, Helena úr 5.flokki. Ásdís, Björk, Hildur Kolfinna, Helga Rós, Birgitta, Sigrún, Ísól og Sunna. Sörurnar, Korký, Jóna og Harpa spila einnig með B1.

Munið að undirbúa ykkur vel á morgun og að leikurinn er á gervigrasi.

Kv. Þórarinn B. og Kári D

Friday, August 19, 2011

4.Flokkur. B1 spilar við Þrótt í Laugardalnum á morgun. Æfing á sunnudaginn.

Heil og sæl

B1 spilar á morgun gegn Þrótti í Laugardalnum á morgun. Leikurinn hefst klukkan 10:00 en mæting er á völlinn 9:20. Völlurinn er við Suðurlandsbraut, fyrir ofan skautahöllinna.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Helena og Rannveig úr 5.flokki, Sara Líf, Sara Sól, Jóna, Ísól, Sigrún, Helga, Mellý, Ingibjörg, Ásdís og Björk.

Ég minni svo hópinn á æfinguna á sunnudaginn klukkan 15:00 en við spilum gegn Fjölni á mánudaginn í A og B1 og þurfum að undirbúa okkur vel.

Kv. Þórarinn B.

3. fl. Sigur á Blikum

FH-stelpurnar spiluðu vel í gærkvöldi og sigruðu Blika sannfærandi 5-0 á frjálsíþróttavellinum í Krikanum. Staðan í hálfleik var 2-0 en það voru þær Tinna og Alda sem skoruðu mörkin eftir gott samspil og stoðsendingar frá Elvu. Téð Elva Björk bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálflieik og Oktavía potaði inn einu.

Vel gert hjá stelpunum sem þar með dustuðu af sér ferðarykið frá því mánudaginn.

Næsti leikur er á þriðjudaginn kl. 18:00 gegn Stjörnunni einnig á heimavelli.

Næsta æfing er hins vegar í dag á æfingasvæðinu kl. 18:00 í dag föstudaginn 19. ágúst 2011. Það verður Þórarinn sem sér um æfinguna að þessu sinni.

kv. Þjálf

Thursday, August 18, 2011

4.Flokkur. Æfingin á morgun er klukkan 18:00

Heil og sæl

Við æfum á morgun 18:00 í stað 13:00 á efra grasinu. Látið alla leikmenn í kringum ykkur vita.

Ég minni á B1 leikinn á laugardaginn, hann verður klukkan 10:00 í Laugardalnum. Liðið verður tilkynnt á æfingunni á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, August 17, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót A-lið. ÍA-FH á Akranesi á morgun 16:00

Heil og sæl

A-liðið spilar á morgun gegn Skaganum á Akranesi. Heimamenn bjóða upp á aðalvöllinn og hefst leikurinn klukkan 16:00 en mæting er 15:10.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Harpa, Elín, Kolfinna, Mæja, Ingibjörg, Erna, Helga, Mellý, Hildur María, Selma, Nótt, Korký, Jóna og Sörunar Líf og Sól.

Munið að undirbúa ykkur vel fyrir leikinn á morgun, hvílast og nærast vel.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. Breyting á leiktíma á fimmtudaginn

Athugið að leiknum gegn Blikum á fimmtudaginn hefur verið seinkað til kl. 19:45. Spilað verður á frjálsíþróttavellinum.

kv. Þjálf

Tuesday, August 16, 2011

Tap á Akureyri

FH stelpurnar töpuðu 8-1 gegn Þór í Boganum á Akureyri.

Heimamenn byrjuðu vel og komust snemma yfir með tveimur keymlíkum mörkum á upphafsmínútunum. Eftir það sótti FH í sig veðrið og leikurinn jafnaðist. Okkar stelpur voru grimmar í návígum sýndu ósérhlífni og baráttu sem skilaði marki þegar Elva Björk setti boltann í netið eftir aukaspyrnu og klafs í teignum. FH hélt upptekknum hætti fram í síðari hluta síðari hálfleiks og var liðið allt eins líklegt til að jafna. En Þór, sem hefur á að skipa hörku liði, setti í fluggírinn á sama tíma og allur vindur var úr okkar mönnum. Niðurastaðan er stærra tap en efni stóðu til.

Það er vert að geta þess að Vilborg meiddist á hné í leiknum og varð að fara á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Þegar síðast fréttist af Vilborgu fór hún á kostum í rútunni og virtist hafa það ágætt. Hún mun síðar fara í frekari rannsókn og er það von okkar að hún verði fljót að ná sér.

Næsti leikur er gegn Breiðabliki á fimmtudaginn í Krikanum. Fram að því æfum við kl. 19:00 á æfingasvæðinu á þri. og mið.

Ég vil að lokum þakka Jörgen (pabba Tinnu) fyrir að gefa sér tíma til að keyra hópinn norður og spara leikmönnum stórfé. Jörgen reyndist hinn besti bílstjóri, fór aldrei yfir leyfilega hámarkshraða og hélt áætlun upp á mínútu.

kv. Davíð

Thursday, August 11, 2011

4.Flokkur. B2-Breiðablik á morgun 13:00

Heil og sæl

B2 spilar á morgun gegn Blikum í hádeginu. Mæting er klukkan 12:15 en leikurinn hefst 13:00.
Liðið er að mörgu leyti það sama og á móti Fylki.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Aníta, Þóra, Birta, Helena, Aþena og María og 5.flokki. Sara Líf, Sara Sól, Hildur Kolfinna, Helga R, Helga, Mellý, Sigrún, Sóley og Ásdís.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, August 10, 2011

4.Flokkur. Góðir leikir í dag hjá báðum liðum. Æfing á morgun. Leikurinn á föstudaginn og dagskrá næstu daga.

Heil og sæl

Fínir sigrar í kvöld hjá báðum liðum. Við förum betur yfir þá á morgun.

Við æfum á morgun klukkan 18:00 á efra grasinu en leikurinn hjá B2 á föstudaginn gæti verið klukkan 13:00 í stað 17:30.

Ferðin á Hvolsvöll kemur einnig í ljós morgun sem og tímasetningin á æfingaferðinni. Því gæti dagskráin hér fyrir neðan tekið breytingum.

Dagskrá næstu daga er hér fyrir neðan og hliðar:

Fim 11.ágúst. Efra gras 18:00
Fös 12.ágúst. Íslandsmót. B2-Breiðablik Kaplakriki 13:00. Æfing 14:30 hjá öðrum
Mán 15.ágúst. Efra gras 13:00
Þri 16.ágúst. Efra gras 18:00
Mið 17.ágúst Efra Gras 18:00
Fim 18.ágúst. Íslandsmót. A-lið. ÍA-FH
Fös 19.ágúst Efra gras 13:00
Lau.20.ágúst. Íslandsmót Þróttur-FH B1

Kv. Þórarinn B. og Kári D.


Tuesday, August 9, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. A og B1 FH-Fylkir í Kaplakrika á morgun

Heil og sæl

Fylkir kemur í heimsókn á á morgun og munu A og B1 spila í Kaplakrikanum á morgun.

A-liðið mætir 16:15 í íþróttahúsið en leikurinn hefst 17:10. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Harpa, Kolfinna, Mæja, Elín, Mellý, Helga, Ingibjörg, Selma, Erna, Nótt, Korký, Rannveig, Sara Sól, Sara Líf og Ásdís.

B1 mætir 18:00 upp á gras. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Helena, Hildur Kolfinna, Helga Rós, Birgitta, Sigrún, Sóley, Kristín. Korký, Rannveig, Ásdís og Sörurnar spila einnig með B1.

Munið að hvíla ykkur vel á morgun og ekki vera mikið úti í sólinni fyrir leikinn. Drekkið mikið vatn yfir daginn og undirbúið ykkur vel fyrir leikinn. Munið að mæta með búningana ykkar.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Tuesday, August 2, 2011

4.Æfingartafla frá 2-12.ágúst

Heil og sæl

Hörkuæfing í dag þar sem allir tóku vel á því. Fjórtán leikmenn mættu í dag en margir leikmenn eru enn fjarverandi vegna ferða vítt og breitt um landið eða heiminn.

En það er mikilvægt að allir leikmenn skili sér nú vel eftir fríið og æfi vel. Mikið um vera í ágústmánuði og því verða allir að skila sér vel á æfingar.

 3.ágúst. Mið. 13:00 Risinn
 4.águst. Fim. 18:00 Efra gras
 5.ágúst. Fös. 12:30. Efra gras/Risinn
 8.ágúst. Mán. 13:00 Risinn
 9.ágúst. Þri.  18:00. Efra gras
10.ágúst. Mið. Íslandsmót. A og B-lið gegn Fylki í Kaplakrika
12.águst. Fös. 12:30. Risinn/Efra gras. Íslandsmót. B2-Breiðablik 17:30

Kv. Þórarinn B.

3. fl. Æfing á morgun

Æfingar hefjast að nýju eftir Verslunarmannahelgina á morgun, miðvikudaginn, kl. 13:00 í Risanum.

Æfingaáætlun verðu birt á næstu stundum.

kv. Davíð

4.Flokkur. Æfingar í vikunni

Heil og sæl

Ég vona að þið hafið haft gott í þessu sex daga fríi en við byrjum aftur á fullu í dag. Í águstmánuði á A og B-liðin hörkuleiki framundan og því þurfum við að æfa vel og mæta sterkar til leiks.

Við æfum í dag í Risanum 18:00 í Risanum og alla dagana í vikunni. Varðandi tímasetningar á æfingum í vikunni þá læt ég ykkur vita í kvöld. Við stefnum á að æfa jafnvel fyrr á daginn en við höfum gert í sumar.

Að sjálfsögðu kemur áætlunin inn hér á vefinn í kvöld.

Kv. Þórarinn B.

Sunday, July 31, 2011

3. fl. Tap gegn ÍA í Krikanum

Stelpurnar í 3ja töpuðu 0-1 í Krikanum gegn ÍA fyrir helgi. Segja má að þar hafi skagastelpur komið fram hefndum fyrir nauman sigur FH í fyrri umferðinni á skaganum en leikir liðanna hafa verið mjög spennandi.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru skagamenn sem skoruðu eitt mark. Í síðari hálfleik var FH sterkari aðilinn, fékk nokkur færi en stelpurnar náðu ekki að koma boltanum í netið.

Ágætur leikur hjá FH en því miður engin stig.

Framundan er seinni umferðin í mótinu og FH stelpurnar halda sama striki þá eiga úrslitin án efa eftir að falla með liðinu.

Næsta æfing er kl. 11:00 í Risanum á miðvikudaginn.

kv. Þjálf.

Wednesday, July 27, 2011

4.Flokkur. FRÍ á morgun. Næsta æfing á þriðjudaginn

Heil og sæl

Við verðum ekki með æfingu á morgun. Margir leikmenn eru fjarverandi en fjórir leikmenn spila með 3.flokki á morgun: Hildur María, Hafdís, Mæja og Nótt. Gangi ykkur vel.

Hafið það gott um helgina og við sjáumst næsta þriðjudag.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. FH - ÍA

Á morgun kl. 18:30 fer fram leikur FH og ÍA á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika.

Hópur (mæt. tímanlega 17:30)
Sara, Viggó, Birta, Oktavía, Kristrún, Erla, Gussa, Alda, Alana Tinna, Sólveig og Bryndís Sunna auk Hafdísar, Hildar Maríu, Nóttar og Mæju Bald.

kv. Þjálf.

Saturday, July 23, 2011

4.Flokkur. Æfingar í næstu viku

Heil og sæl

Við æfum þrisvar/fjórum sinnum í næstu viku og gefum síðan nokkra daga í frí.

25.júl. mán. Risinn 18:00
26.júl. Þri. Risinn 11:00
27.júl.Mið. Risinn 11:00
28.júl.Fim. Risinn Ef vilji og mæting er fyrir æfingu á fimmtudaginn.

Við gefum síðan frí til þriðjudagsins 2.ágúst.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, July 20, 2011

Tuesday, July 19, 2011

4.Flokkur. Sigurður Ragnar Landsliðsþjálfari kemur í heimsókn í Knattspyrnuskólann á fimmtudaginn

Heil og sæl

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu mun heimsækja knattspyrnuskólann á fimmtudaginn.

Æfingin er 10:30 og mun því æfingin seinna um daginn falla niður. Það er í raun skyldumæting á fimmtudaginn. 

Mjög miklvægt er að allir leikmenn mæti.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.



Monday, July 18, 2011

A-landsliðsþjálfari kvenna kemur í heimsókn í knattspyrnuskólann

Fimmtudaginn 21. júlí ætlar Sigurður Ragnar Eyjólfsson að koma í heimsókn í Knattspyrnuskólann.
Okkur langar að bjóða öllum stelpum frá 4. flokki og niður að koma í Knattspyrnuskólann á fimmtudaginn hvort sem þær hafa verið á námskeiðunum í sumar eða ekki. Allur hópurinn verður fyrir hádegi frá 9-12 og Siggi mun mæta á því bili.

Það væri virkilega gaman fyrir stelpurnar að hitta landsliðsþjálfarann og eins að sýna þá grósku sem er í kvennafótboltanum hjá okkur.

Orri og Atli

4.Flokkur. Æfingar í vikunni

Heil og sæl

Við æfum á sömu tímum og áður í vikunni:

Mán. Efra Gras/Risinn 18:00. Ef það er leikur á grasinu færum við okkur í Risann.
Þri.  Efra Gras. 18:00
Mið. Risinn 18:00
Fim. Efra Gras. 18:00

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, July 13, 2011

4.Flokkur. B-lið. Ferðin á Hvolsvöll fellur niður. Æfing í dag í Risanum 18:00

Heil og sæl

B-liðin fara ekki á Hvolsvöll á morgun. ÍBV/KFR getur ekki tekið á móti okkur í vikunni. Leiktími er ekki ákveðinn.

Við æfum því í dag í Risanum 18:00.

Kv. Þórarinn B.

Tuesday, July 12, 2011

Mfl. kk. Evrópuleikur í vikunni

FH-ingar mæta portúgalska liðinu CD Nacional í Evrópukeppninni í Kaplakrika nk.  fimmtudag, 14. júlí. Leikurinn hefst kl. 19.15.

Bæði lið sátu yfir í fyrstu umferð Evrópukeppninnar og koma nú inn í aðra umferð.

Óhætt er að segja að CD Nacional sé fjölþjóðlegt lið því þar innanborðs er fjöldi Brasilíumanna, Króata, Slóvena og Angólamanna auk Portúgala. Liðið endaði í sjötta sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili, en sú deild er gífurlega sterk, enda voru þrjú portúgölsk lið í fjögurra liða úrslitum Evrópukeppninnar sl. vor og Porto hafði þar að lokum sigur. Þess má geta að CD Nacional er uppeldisfélag leikmanns Real Madrid, Christiano Ronaldo.

Til marks um áhuga Portúgala á leiknum við FH á fimmtudagskvöldið verður hann sendur út í beinni sjónvarpssendingu til Portúgal.

Sem fyrr segir hefst leikurinn í Kaplakrika nk. fimmtudagskvöld kl. 19.15. Miðaverð er kr. 2.000, en 1.500 kr. fyrir Bakhjarla. Frítt er fyrir 16 ára og yngri.

3. fl. Sigur á Stjörnunni

FH-stelpurnar spiluðu vel í dag þegar þær unnu Stjörnuna í Garðabæ 0-3.

Leikurinn fór vel af stað þó ekki hafi verið mikið um færi. FH lá nokkuð á heimamönnum sem þó voru alltaf líklegir til að refsa. Glöggir línuverði komu í veg fyrir að svo færi og Dísa markmaður varði einnig vel þegar hún lokaði á sóknarmenn Stjörnunnar. Mark FH í fyrri hálfleik skoraði Dagbjört þegar hún fylgdi eftir góðri hornspyrnu frá Elvu. Það er gaman að geta þess að þetta er fyrsta mark þessa mikla markvarðahrellis á árinu.

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningunum, FH hélt boltanum ágætlega og Stjarnan var skeinuhætt. Þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum var FH dæmd vítaspyrna eftir að varnarmaður Stjörnunnar hafði handleikið knöttinn í eigin vítateig. Alda Ólafsdóttir steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Téð Alda var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hún hún braust í gegn um vörn gestgjafanna og skoraði mark sem tryggði FH sigurinn.

FH vann fyrir sigrinum í dag og verður hann að teljast sanngjarn. Allir leikmenn liðsins mættu vel stemmdir til leiks og lögðu sig fram.

kv. Davíð

3. fl. Stjarnan - FH

Í dag kl. 17:00 fer fram leikur Stjörnunnar og FH á Stjörnuvelli.

Hópur:
Gio, Sassa, Kristrún, Birta, Dagbjört, Oktavía, Sólveig, Gussa, Alda, Elva, Tinna, Alana, Bryndís Sunna, Vilborg og Erla auk Hafdísar úr 4. fl.

kv. Davíð

Sunday, July 10, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. A-lið. Afturelding-FH í Mosfellsbænum á mánudaginn

Heil og sæl

A-liðið spilar á morgun gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. Leikurinn fer fram á Tungubökkum og hefst leikurinn 16:00 en mæting er klukkan 15:10.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Helga, Harpa, Sunna, Kolfinna, Ingibjörg, Mellý, Hildur María, Jóna, Nótt, Selma, Erna, Korký, Rannveig og Sara Sól.

Munið að undirbúa ykkur vel og mæta vel einbeittar.

Kv. Þórarinn B. Kári Dodda

3. fl. æfing í dag, sunnudag!

Munið æfinguna í dag í Krikanum kl. 17:00-18:15 á æfingsvæðinu.

kv. Davíð

Thursday, July 7, 2011

Tuesday, July 5, 2011

4.Flokkur. Næstu æfingar og leikir

Heil og sæl

Næstu æfingar og leikir eru eftirfarandi:

 6.júl. Mið. Risinn 18:00
 8.júl. Fös. Efra gras. 12:15
10.júl. Sun. Efra gras. 18:00
11.júl. Mán. Íslandsmót. A-lið Afturelding-FH. Mosfellsbær 17:00
12.júl. Þri. Efra Gras
13.júl. Mið. B-lið fara á Hvolsvöll
15.júl. Fös. Efra gras. 12:15

Kv. Þórarinn B.

Sunday, July 3, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. FH-Breiðablik á mánudaginn

Heil og sæl

Breiðablik kemur í heimsókn á morgn og munu A-lið og B1 spila á morgun.
A-liðið leikur klukkan 17:00 en mæting er í íþrótahúsið 16:10.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Helga, Kolfinna, Ingibjörg, Erna, Nótt, Mellý, Hildur María, Selma, Harpa, Jóna, Korký, Rannveig, Hildur Kolfinna, Ásdís.

B--liðið á að mæta upp á völl 17:45 í síðasta lagi. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Helena úr 5.flokki. Sara Líf, Sara Sól, Kristín, Birgitta, Birta Mar, Helga Rós og varamenn úr A-liðinu.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, July 1, 2011

3. fl. næstu dagar

Það verða engir aukvisar sem leysa Davíð þjálfara af á æfingum í næstu viku. Áætlunin er eftirfarandi:

Mán. 20-21:30 efragras Sigmundína og Sigrún Ela leikmenn mfl. kv. og aðstoðarþjálfarar 4. og 5. fl. kv.
ATH BREYTING
Þri. 20-21:30 efragras Sigrún Ella
Mið. 18:00-19:30 EFRA GRAS. Guðrún Jóna

Davíð sem hyggur á stutta sumarbústaðaferð verður svo mættur á æfingu á fimmtudaginn.

! Ath. Þið sem hafið verið að æfa með 2. fl. eða stefnduð að því að mæta á æfingar þar þá er einnig helgarfrí þar á bæ og engar æfingar fyrirhugaðar fyrr en eftir helgi.

Mætum vel og leggjum okkur fram ...framundan eru hörkuleikir.

kv. Þjálf.

Stórleikur í kvöld!

Í dag kl. 18:00 fer fram leikur Fylkis og FH í mfl. kv. í 8. liða úrslitum Valitorsbikarsins á Fylkisvelli í Árbænum.

Þjálfari Fylkis er enginn annar en FH-ingurinn Jón Páll Pálmason sem þjálfað hefur í fjölda ára yngriflokka FH. Hann ætlar sér vafalaust stóra hluti enda með gott úrvalsdeildar lið í höndunum. FH hefur hins vegar verið á siglingu að undanförnu og unnið alla sína leiki í fyrstu deildinni ár. Stelpurnar ætla sér að ryðja brautina fyrir efnilegar stelpur í FH og kom liðinu upp að nýju í deild þeirra bestu.

Nú er það okkar, leikmanna og þjálfara, í yngstu flokkunum að mæta á völlinn og styðja liðið.

Áfram FH!!!

3. fl. Tap gegn Selfossi

FH-stelpurnar töpuðu sanngjarnt fyrir Selfossi í Krikanum á miðvikudaginn. Á löngum köflum í leiknum héldu stelpurnar boltanum vel og sköpuðu sér ágæt færi. Hins vegar var varnarleikurinn ekki góður að þessu sinni og lauk leiknum með 2-6 sigri gestanna.

Mörk FH skoruðu þær Tinna og Alda (víti).

Um leik FH er það helst að segja að stelpurnar mættu full rólegar til leiks og fóru illa með fyrri hálfleikinn. Í síðari hálfleik réð lið FH illa við stóra og sterka leikmenn Selfoss sem refsuðu ítrekað fyrir glötuð tækifæri.

Næsti leikur FH er gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli þann 12. júlí.

Wednesday, June 29, 2011

4.Flokkur. Hádegisæfing á morgun, fimmtudag 12.00. Næsta æfing á sunnudaginn.

Heil og sæl

Næsta æfing er á morgun, fimmtudag á efra grasinu klukkan 12:00. Við æfum svo næst á sunnudaginn á efra grasinu 18:00.

Kv. Þórarinn B.

Knattspyrnuskóli FH í sumar.


Heil og sæl


Annað námskeið Knattspyrnuskóla FH hófst mánudaginn 27. júlí og stendur til föstudagsins 4. júlí. Þriðja námskeiðið er svo frá 8. - 22.júlí. Mætingin til þessa hefur verið mjög góð og gaman að sjá e

Við höfum ákveðið að bjóða krökkum í 4. og 5. flokki þessi tvö námskeið (4 vikur) á hálfvirði eða 10.000 krónur. Ástæðan er sú að við vitum að krakkarnir eru mörg hver að fara í sumarfrí einhverja daga, auk þess er t.d. 5. flokkur karla á N1-mótinu á Akureyri þ.a. við viljum slá tvær flugur í einu höggi, einfalda skráningu og fá sem flesta krakka með.

Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg. Við förum í ferðir út fyrir bæinn, sund, þekktir knattspyrnumenn og þjálfarar koma í heimsókn, við ætlum að mæla þátttakendur í knattþrautum og gefa hverjum og einum yfirlit yfir frammistöðu og bætingu þar sem markmiðið er að hver og einn fylgist með sínum framförum. Í lok námskeiðsins verður heljarinnar grillveisla. Námskeiðið er alla virka daga frá 13-15. Frekari upplýsingar og skráning er á fh.is auk þess sem fjölmargar myndir eru á síðu Knattspyrnuskóla FH á Facebook. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Kveðja - þjálfarar og leiðbeinendur í Knattspyrnuskólanum.

4.Flokkur. Breyting á æfingatíma. Æfum í dag í Risanum 18:00 Kári er orðinn pabbi.

Heil og sæl

Við æfum í dag í Risanum 18:00 þar sem leikjunum hefur verið frestað í dag. Látið þetta berast til allra því venjulega æfum við 19:30 á miðvikudögum.

Þau gleðitíðindi bárust í gær að nýr FH-ingur kom í heiminn.Dysjafólkið,  Kári stórbóndi og hans eðalspúsa Inga Huld, eignuðust stórglæsilega stúlkukind og öllum heilsast vel. Að sjálfsögðu óskum við þeim til hamingju.

Við tökum stöðuna á æfingunni í kvöld hversu margir leikmenn eru að fara út úr bænum um helgina. Við gætum því æft á morgun, fimmtudag í stað föstudags og við æfum einnig seint á sunnudag þar sem við spilum á mánudaginn gegn Blikum.

Kv. Þórarinn B.

Tuesday, June 28, 2011

3. fl. FH-Selfoss

Á morgun miðvikudaginn 29. júní kl. 20:00 fer fram leikur FH og Selfoss á frjálsíþróttavellinum í Krikanum.

Hópur (mæt. 19:00):
Gio, Sassa, Kristrún, Birta, Erla, Dagbjört, Oktavía, Sólveig, Guðrún, Viktoría, Alda, Alana, Tinna og Elva auk Hafdísar og Ernu (ef heil og til taks) úr 4. fl.

kv. Davíð

Monday, June 27, 2011

4.Flokkur. Íslandsmótið. B2 spilar á morgun en leikirnir hjá A og B1 falla niður á miðvikudaginn

Heil og sæl

Leikirnir gegn Fjölni hjá A-liði og B1 falla niður á miðvikudaginn. Leiktími fyrir leikina kemur í ljós síðar.

B2 spilar hinsvegar á morgun gegn Fjölni í Grafarvoginum. Leikurinn er 18:30 og er á gervigrasinu fyrir aftan Egilshöll. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Úr 4.flokki koma: Sara Sól, Sóley, Sigrún, Inga, Hafdís, Birta Mar, Birgitta,  Þórdís, Sara Líf og Björk og sex leikmenn úr 5.flokki.

Æfingin á morgun fellur því niður.

Kv. Þórarinn B.

3. fl. jafntefli gegn Þór í Krikanum

Stelpurnar í 3ja gerðu jafntefli gegn flottu liði Þórs Ak. í Krikanu á laugardagin s.l. FH byrjaði leikinn vel og fékk fín færi í fyrri hálfleik. Það voru hins vegar gestirnir sem skoruðu skömmu fyrir leikhlé eftir að hafa legið nokkuð á okkar liði. Gestirnir byrjuðu svo síðari hálfleikinn betur og virtust ætla að fylgja markinu eftir. En FH vann sig vel inn í leikinn og sóttu meira síðustur mínúturnar. Það var svo Tinna Jörgengsdóttir sem jafnaði leikinn fyrir FH en fleiri urðu mörkin ekki.

Næsti leikur FH er gegn FH í Krikanum á miðvikudaginn n.k.

Friday, June 24, 2011

3. fl. FH-Þór

Á morgun, lau. 25.  kl. 12:00 fer fram leikur FH og Þórs Ak. á æfingasvæðinu í Krikanum.

Hópur (mæt. í íþróttahús kl. 11:00):
Hafdís, Sassa, Kristrún, Erla, Birta, Hrafnhildur, Dagbjört, Viggó, Gussa, Elva, Alana, Tinna, Alda, Vilborg, Kolfinna og Erna.

kv. Davíð

Thursday, June 23, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. B2-Breiðablik B2 á föstudaginn. Engin æfing á föstudaginn

Heil og sæl

B2 spilar á morgun gegn Blikastúlkum B2 í Krikanum á morgun. Leikurinn er 18:30 en mæting er upp á völl 17:50. Meistaraflokksmenn kvenna þær Sigrún Ella og Sigmundína munu stýra ykkur í leiknum þar sem við Kári eru úti á landi.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Sara Sól, Birta Mar, Inga, Sara Líf,  Birgitta, Helga Rós, Björk, Lovísa, Nabba, Sóley og Sigrún(ef þið eruð í bænum). Út 5.flokki koma sex leikmenn.

Látið vita ef þið komst ekki í leikinn.

Ég minni ykkur einnig á að æfingin í hádeginu fellur niður á morgun. Við æfum í staðinn á sunnudagskvöldið 18:00 á efra grasinu.

Leikir í næstu viku er eftirfarandi:

A-lið Miðvikudagur. Fjölnir-FH
B-lið.Miðvikudagur. Fjölnir-FH


Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

Wednesday, June 22, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. A-lið. Þróttur-FH í Laugardalnum á fimmtudaginn

Heil og sæl

A-liðið spilar á morgun gegn Þrótti í Laugardalnum í Íslandsmótinu. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en mæting er í félagsheimili Þróttar 15:10.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Helga, Kolfinna, Mæja, Sunna, Ingibjörg, Erna, Mellý, Hildur María, Selma, Nótt, Korký, Jóna, Rannveig og Harpa.

Munið að undirbúa ykkur vel fyrir leikinn.

Liðin fyrir B2 gegn Breiðabliki B2 koma inn í fyrramálið.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

4.Flokkur. Íslandsmótl. A-lið. Þróttur -FH á fimmtudaginn, B2-Breiðablik á föstudag

Heil og sæl

Leikurinn gegn Þrótti í A-liðum hefur verið flýtt. Hann átti að fara fram á mánudaginn en fer fram á morgun, fimmtudag klukkan 16:00 í Laugardalnum, eins og við ræddum á æfingunni í gær. Liðið verður valið á æfingunni í kvöld.

B2 spilar gegn Breiðblik B2 á föstudaginn í Krikanum 18:30.  Tímasetningin gæti breyst, þ.e.a.s. leikurinn gæti farið fram fyrr en það kemur í ljós seinna í dag.

Sjáumst á æfingunni í kvöld.

 Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

Saturday, June 18, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. FH-Þór á sunnudaginn. A-lið 13:00 og B1 14:30

Heil og sæl

Þór kemur í heimsókn í Krikann á morgun og mæta A-liðinu og B1.

A-liðið leikur klukkan 13:00 en mæting er í íþróttahúsið 12:00. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta:
Hafdís, Kolfinna, Mæja, Elín , Sunna, Helga, Mellý, Erna, Ingibjörg, Hildur María, Selma, Jóna, Korký, Ásdís og Hildur Kolfinna.

B1 leikur 14:30 og eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Sara Líf, Bryndís Ýr, Hildur Kolfinna, Helga Rós, Björk, Korký, Jóna, Sara Sól, Birgitta og Ásdís.

Undirbúið ykkur vel fyrir leikina á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

3. fl. Fall úr bikarnum og fl.

Stelpurnar í 3ja töpuðu gegn Stjörnunni 0-1 á Stjörnuvellinum í bikarnum á fimmtudaginn. Stjörnumenn skoruðu snemma í leiknum eftir klafs í teig FH-inga og því náði FH aldrei að svara.

Stelpurnar stóðu sig vel og þrátt fyrir að skora ekki og tapa leiknum þá geta þær borið höfuðið hátt.

Á morgun 16:00 fer fram leikur FH og ÍA, einnig í bikarnum, í mfl. kv. Af þessum sökum seinkar fyrirhugaðari æfingu þennan dagin til kl. 18:00-19:00.

Ég vil skora á ykkur að mæta og styðja mfl. kv. til sigurs. Ef ekki þið þá hverjir?

kv. Davíð

Friday, June 17, 2011

4.Flokkur. Æfing í hádeginu á morgun og B2 spilar 16:00. Leikir hjá A og B1 gegn Þór á sunnudaginn

Heil og sæl

B2 spilar á morgun gegn Þór Akureyri. Leikurinn er klukkan 16:00 en aðrir leikmenn mæta á hádegisæfingu, klukkan 12:00, á efra grasið.

Margir leikmenn er fjarverandi og því þurfa einhverjir að spila báða B-leikina.

Þeir leikmenn sem eiga að mæta í leikinn á morgun hjá B2 eru eftirfarandi:

Birgitta, Sigrún, Björk, Sóley, Sara Sól, Inga, Nabba, Þórdís, Hafdís Lilja, Lovísa og sex stúlkur úr 5.flokki koma og spila.

Aðrir leikmenn mæta á æfingu og liðin gegn Þór verða tilkynnt á æfingunni.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

Thursday, June 16, 2011

3. fl. Stjarnan-FH í bikarnum

Í dag kl. 19:00 fer fram leikur Stjörnunnar og FH í Valitorbikarnum á Stjörnuvelli.

Hópur (mæt. 18:00):
Gio, Sassa, Erla, Birta, Dagbjört, Sólveig, Hrafnhildur, Viggó, Gussa, Oktavía, Alana, Elva, Alda og Vilborg auk Ernu og Kolfinnu úr 4. fl.

kv. Davíð

Tuesday, June 14, 2011

4.Flokkur. Knattspyrnuskóli FH í Sumar. Yngra ár takið sérstaklega vel eftir

Heil og sæl

Knattspyrnuskóli FH sumarið 2011 er nú þegar hafinn. Aðstandendur skólans vilja endilega fá fleiri stúlkur til að vera með og bjóða ykkur gott verð. Sérstaklega mæli ég með að stúlkur á yngra árinu taki þátt og að sjálfsögðu eru stúlkur á eldra árinu velkomnar.


Sælir leikmenn 4.flokks kvenna.

Við viljum endilega fá fleiri stelpur á námskeiðið eftir hádegi. Því ætlum við að bjóða upp á kynningarverð eingöngu fyrir stelpur í eldri hópnum (5. og 4. flokki) það sem er eftir af námskeiðinu á hálfvirði eða 5.000 kr.

Það er margt spennandi framundan. Á morgun kemur Kristján Gauti Emilsson leikmaður Liverpool í heimsókn, á fimmtudaginn Heimir Guðjónsson þjálfari mfl. karla, í næstu viku ætlum við í ratleik á Víðistaðatúni og spreyta okkur í knattþrautum KSÍ og svo ætlum við í smá ferðalag út fyrir bæinn. Að sjálfsögðu er svo endað á grillveislu á föstudaginn! Stelpurnar mega endilega koma og prófa á morgun (miðvikudag) og ef þeim líkar þá geta þær haldið áfram.


Kv. Orri Þórðarson Skólastjóri Knattspyrnuskólans

3. fl. Tap á Versalavelli

FH stelpurnar töpuðu gegn Blikum 5-1 í Kópavoginum í gærdag.

Það var snemma ljóst að Blikar voru sterkari og í leikhlé var staðan 2-0. Í síðari hálfleik sýndu stelpurnar svo loks tennurnar en það mátti sín lítils þar Blikar bættu við 3 mörkum á meðan FH kom boltanum aðeins einu sinni í marki.

Þegar öllu er á botnin hvolft þá er niðurstaðan eðlileg. Rót var á leikmannahópnum fyrir leikinn og stelpur sem verið hafa fastamenn í byrjunarliði að undaförnu fjarverandi. Hins vegar er það svo að mótið er langt og þá reynir á allan hópinn og það gerði það í dag.

Mark FH skoraði Alda með föstu skoti af miðjum vallarhelming Blika.

Monday, June 13, 2011

4.Flokkur. Æfingataflan í sumar.

Heil og sæl

Æfingarnar í sumar verða á eftirfarandi tímum:

Mánudagar          kl. 18-19               Efra gras
Þriðjudagar        kl.  18-19            Efra gras
Miðvikudaga      kl. 19:30-20:30      Risinn
Föstudagar          kl. 12:00-13:15     Efra gras

Æfingatímarnir geta að sjálfsögðu tekið breytinginum en við reynum að forðast það að hafa æfingar um helgar. Á miðvikudögum er möguleiki að byrja fyrr. Það kemur í ljós í vikunni.

En áætlun fyrir næstu tvær vikur er eftirfarandi:

13.júni. Mán.     FRÍ
14.júní. Þri.       Efra gras. 18:00
15.júní. Mið.     Risinn. 19:30
17.júní. Fös.     FRÍ
18.júní. Lau.     B2-Þór 16:00 og æfing risinn 12:00
19.júní. Sun.     FH-Þór. A-lið 13:00, B1 14:30
20.júni. Mán.    Efra gras. 18:00
21.júní  Þri.      Efra gras. 18:00
22.júní  Mið.     Risinn. 19:30
24.júní. Fös.     Efra Gras. 12:00. B2-Breiðablik


Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

Sunday, June 12, 2011

3. fl. Breiðablik-FH

Á morgun kl. 18:00 fer fram leikur Breiðabliks og FH á Versalavelli (við hliðina á Salalauginni) í Kópavogi.

Hópur (mæt. 17:00):
Erla, Dagbjört, Oktavía, Birta, Guðrún, Alana, Alda, Elva og Vilborg auk Ernu, Selmu, Hafdísar og jafnvel fleiri úr 4. fl.

kv. Davíð

Wednesday, June 8, 2011

4. fl. Breytingar á æfingaáætlun

Æfingar í vikunni verða eftirfarandi:
8. miðvikudagur kl.17:00 gervigras
10. föstudagur kl. 16:00 gervigras

! Fylgist vel með á síðunni ef að frekari breytingar verða á áætluninni.

kv. Þjálf

Tuesday, June 7, 2011

3. fl. Tap gegn Val í Krikanum

FH-stelpurnar töpuðu 1-5 gegn Val á frjálsíþróttavellinum í Krikanum í dag.

Valsmenn komu sér snemma í góða stöðu með tveim mörkum á upphafsmínútunum. Eftir það unnu FH-stelpurnar sig vel inn i leikinn og fengu gott tækifæri til að minka munin en skot Elvu Bjarkar hafnaði í slánni. Staðan í leikhlé var 0-2.

Í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum en á lokamínútum leiksins skoruðu gestirnir 3 mörk. Mark FH skoraði Tinna Jörgensdóttir þegar hún fylgdi eftir aukaspyrnu Viktoríu.

Lið FH mætti sterkara liði í kvöld og sigur Valsmanna sanngjarn þrátt fyrir að hann hafi verið full stór.

Næsta æfing er á morgun samkvæmt áætlun.

kv. Þjálfarar.

4.Flokkur. Æfingar næstu daga

Heilar og sælar

Við æfum eingöngu þessa vikuna en leikir frestast vegna þess að við Kári verðum í Vestmannaeyjum með 5.flokkinn í vikunni.

Við æfum í dag, þriðjudag í Risanum 18:00, miðvikudaginn 18:00 og föstudaginn 18:00.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Monday, June 6, 2011

3. fl. FH-Valur

Á morgun, mánudaginn 7. júní, kl. 20:00 fer fram leikur FH og Vals á miðgrasinu í Krikanum.

Hópur (mæt. 19:00):
Bryndís Sunna, Hafdís, Sassa, Kristrún, Erla, Hrafnhildur, Sólveig, Oktavía, Dagbjört, Birta, Gussa, Viggó, Alana, Alda, Tinna Elva og Vilborg

Sunday, June 5, 2011

4.Flokkur. Æfing á mánudaginn. Risinn 17:00

 Heil og sæl

Við æfum á morgun á sama tíma og venjulega, Risinn 17:00. Við munum tilkynna sumaræfingatímana á morgun og fara yfir leikina gegn Stjörnunni.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. næsta æfing

Næsta æfing er á morgun, mánudaginn 6., kl. 20:00 á æfingasvæðinu í Krikanum.

kv. Davíð

Friday, June 3, 2011

3. fl. Jafntefli í Fagralundi

Stelpurnar í 3ja gerð 2-2 jafntefli í Fagralundi í dag.

Í fyrri hálfleik voru gæðin frekar lítil á leik liðanna og hvorugu tókst þeim að skora mark. Bæði lið börðust þó vel og allir leikmenn gerðu sitt besta.

Síðari hálfleikur var mun meiri skemmtun og fyrsta markið kom á upphafs mínútunum. Þar voru að verki gestgjafarnir eftir stungu sendingu í gegn vörn FH. Eftir markið vann unnu FH stelpurnar sig vel inn í leikinn og sóttu stíft. Það skilaði sér í tveim mörkum: Fyrst Alda eftir góða aukaspyrnu frá Viktoríu og skömmu síðar var Viktoría á ferðinni með fast skot sem hafnaði í stönginni og síðan í netinu. Á loka mínútunum tókst HK hins vegar að jafna leikinn.

7 stig eftir þrjá leiki er gott og á að gefa liðinu sjálfstraust til að halda áfram á sömu braut.

Næsti leikur liðsins er gegn Val í þriðjudaginn í Krikanum.

4.Flokkur. Íslandsmót. Sigrar í Garðabæ. Helgarfrí

Heil og sæl

A-liðið og B1 spiluðu annan leik sinn í Íslandsmótinu í dag gegn Stjörnunni.

A-liðið lék á undan og eins og undanfarið þá voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar ekki til að hrópa húrra fyrir. Mikill vindur var á annað markið sem gerði mönnum erfitt fyrir en leikmenn beggja liða gerðu sitt besta til þess að spila fótbolta.

FH voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með einu marki í leikhlé en þar var á ferðinni Erna Magnúsdóttir með góðu skoti. Í seinni háfleik skoraði svo Selma Ágústsdóttir tvö mörk eftir góðan undirbúning frá Ernu. 0-3 voru lokatölur en liðið lék ágætlega í leiknum. Stjarnan er með hörkulið og því var mikill barningur inni á vellinum en bæði lið geta gert betur að halda boltanum innan liðsins.

B1 lék strax á eftir og var með forystu í hálfleik 0-2 með mörkum frá Jónu Þórarins og Hildi Kolfinnu. Í seinni hálfleik fóru bæði lið framar á völlinn og sex mörk litu dagsins ljós. FH skoraði þrjú mörk í viðbót en fengu á sig þrjú. Birgitta Hjartar "Prince", Harpa Harðar og Rannveig Bjarnadóttir bættu við mörkum í seinni hálfleik.
Liðið lék mun betur í þessum leik en í fyrsta leiknum gegn Breiðablik2 en liðið lék mun "hraðari" á milli sín í dag og oft sáust skemmtilegir taktar hjá liðinu.

Við gefum liðinu helgarfrí og sjáumst aftur á mánudaginn en þá tekur sumartaflan við.

Æfingataflan fyrir næstu viku kemur inn um helgina.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

Thursday, June 2, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. Stjarnan-FH í Garðabæ. A-lið og B1 spila

Heil og sæl

Íslandsmótið heldur áfram á morgun. Við spilum tvo leiki gegn Stjörnunni. A-liðið leikur klukkan 17:00 en mæting í Garðabæ er klukkan 16:10.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Sunna, Elín, Mæja, Kolfinna, Helga, Harpa, Erna, Ingibjörg, Mellý, Hildur María, Selma, Nótt, Jóna, Korký og Rannveig.

B1 á að spila 18:30 og er mæting í síðasta lagi 17:50. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Bryndís Ýr, Hildur Kolfinna, Helga Rós, Sara Líf, Ásdís, Birgitta, Birta Mar(ef þú kemst) og bekkurinn hjá A-liðinu mun spila þennan leik.


Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda.

3.fl. HK-FH

Á morgun, föstudaginn 3. júní, kl. 18:00 fer fram leikur HK og FH á gervigrasinu í Fagralundi.

Hópur (mæting 17:00)
Bryndís Sunna, Sassa, Kristrún, Erla, Oktavía, Dagbjört, Birta, Vilborg, Sólveig, Guðrún, Viggó, Alana, Tinna, Alda og Elva.

kv. Þjálf.

Wednesday, June 1, 2011

4.Flokkur. Æfing á morgun, fimmtudag. Leikir á föstudaginn

Heil og sæl

Við æfum á morgun, fimmtudag, í Risanum 17:00. Þetta er síðasta æfing fyrir leik en við leikum við Stjörnuna í Íslandsmótinu á föstudaginn. A-lið klukkan 17:00 en B1 klukkan 18:30. Leikirnir fara fram í Garðarbænum og verða liðin tilkynnt á æfingunni á morgun.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

Sunday, May 29, 2011

3. fl. Mark á lokamínútunni gegn ÍA

Stelpurnar í 3ja sigruðu ÍA 0-1 í Akraneshöllinni í dag.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi þar sem bæði lið gerðu sitt besta til að skapa færi. Hvorugu liðinu tókst þó að skora.

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningunum lengstum og liðin skiputust á að leiða. FH-ingar reyndust hins vegar sterkari á lokamínúntunum og sóttu stíft. Það bar árangur og Oktavía Signý, sem komið hafði inn á skömmu áður, skoraði meða góðum skalla frábært sigurmark örfáum mínútum áður en ágætur dómari leiksins flautaði leikinn af.

Sigur FH var verðskuldaður þrátt fyrir að jafntefli hefði heldur ekki verið óeðlileg úrslit. Leikurinn var jafn og skemmtilegur frá fyrstu mínútu og bæði liðin gerðu sitt besta. FH náði hins vegar að skapa sér fleiri færi og á lokamínútunum voru stelpurnar okkar einfaldlega stekari og kláruðu leikinn.

Sigur í fyrstu tveimur leikjum mótsins er góð byrjun og veitir liðinu byr í seglin fyrir næstu leiki. Vel á minnst næsti leikur er einmitt á föstudaginn kl. 18:00 gegn HK í Fagralundi.

! Ath. að fyrirhuguð æfing á morgun mánudag fellur niður vegna FH-dagsins sem hefst í Risanum kl. 17:00 með knattþrautum en lýkur með leik FH og Stjörnunnar á kaplakrikavelli kl. 19:15. Algjör skyldumæting hjá öllum leikmönnum yngriflokka.

Saturday, May 28, 2011

3. fl. ÍA-FH í Íslandsmótinu

Á morgun mætir FH ÍA í 2. umferð Íslandsmótsins kl. 15:00 í Akraneshöll.

Hópur (mæt. kl. 14:00):
Gio, Hafdís, Sassa, Kristrún, Erla, Birta, Dagbjört, Oktavía, Sólveig, Hrafnhildur, Viggó, Guðrú, Elva, Alana, Tinna og Alda.

Kv. Þjálf.

4.Flokkur. Íslandsmótið. Æfing í Risanum 17:30 á sunnudaginn. Knattþrautir KSÍ á mánudaginn

Heil og sæl

Íslandsmótið hefur farið ágætlega af stað og öll liðin hafa leikið í fyrstu umferð.

A-liðið lék gegn HK í miklum rokleik á miðvikudaginn. Liðið lék ágætlega við frekar erfiðar aðstæður og unnu 0-3 sigur. Markaskorarar: Helga, Erna og Melkorka.

B2 spilaði í fimmtudaginn við enn verri aðstæður í Laugardalnum við Þrótt. Liðið lék mjög vel í leiknum en sex stúlkur úr 5.flokki léku leikinn og þar af fjórar á yngra ári og stóðu þær sem með prýði í leiknum. Leikurinn endaði 0-3 og voru markaskorarar: Bjarkey, Hafdís Lilja og Sara Sól.

B1 lék svo í morgun gegn Breiðablik2 í hörkuleik. Liðið lék ekki nógu vel framan af þó svo að liðið hafi fengið nóg af færum. Breiðabliksstúlkur voru mun ákveðnari framan af og börðust vel. Í seinni komu þó tvö mörk. Harpa með eitt, beint úr aukaspyrnu og Korký setti annað undir lokin.

Við æfum á morgun, sunnudag, í Risanum þar sem æfingin á mánudag fellur niður. En þá verða knattþrautir á vegum KSÍ og fyrirliði U21-landsliðs karla, Bjarni Þór Viðarson mun dreifa DVD-disk með knattþrautum KSÍ þar sem Erna og Selma eru í aðalhlutverkum. Bíða allir spenntir eftir þeirri útkomu:)

Knattþrautirnar hefjast um 17:00 en leikur FH og Stjörnunnar í meistaraflokki er seinna um kvöldið.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, May 27, 2011

4.Flokkur. Æfing í dag og leikur á morgun. Islandsmót. B1-Breiðablik2

Heil og sæl

B1 spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu á morgun í Kaplakrika. Breiðblik B2 kemur í heimsókn og er leikurinn klukkan 10:00 en mæting er klukkan 9:15 í íþróttahúsið.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra og Rannveig(5.flokkur), Sara Líf, Bryndís Ýr, Helga Rós, Hildur Kolfinna, Ásdís, Harpa, Helga, Korký, Sara Sól, Jóna, Birta Mar og Birgitta.

Minni á æfinguna á eftir 18:00 í Risanum.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

Wednesday, May 25, 2011

4.Flokkur. B2 spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu á morgun í Laugardalnum. ÆFING á morgun 15:00 í Risanum

Heil og sæl

Velkomin á nýja síðu hjá 3 og 4.flokki kvenna. Hin síðan varð fyrir "hnjaski" og er þessi stórglæsilega síða komin í loftið.

Minni alla leikmenn á æfingu á morgun í Risanum, klukkan 15:00(Afrekskólatíminn). Þeir leikmenn sem leika með B2 í Laugardalnum sleppa æfingunni. É vil fá að sjá alla aðra.

B2 spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu á morgun, fimmtudag, gegn Þrótti í Laugardalnum og hefst leikurinn 19:00. Mæting er í íþróttamiðstöð Þróttar 18:15.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Birta Mar, Birgitta, Hafdís Alda, Hafdís Lilja Ísól(Jóna), Björk, Nadda,  Sigrún, Sóley, Þórdís(ef hún er á landinu) Sara Sól,  Lovísa. Úr 5.flokki koma fimm leikmenn. Minni alla leikmenn að láta okkur vita ef þið komist ekki.

B1 spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu á laugardaginn gegn Breiðblik2 í Kaplakrika og hefst sá leikur klukkan 10:00 um morguninn.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

3. fl. breytt æfingaáætlun og breyttur leikdagur gegn ÍA

Ákveðið hefur verið að flýta leik ÍA og FH í Íslandsmótinu sem vera átti á þriðjudaginn. Leikurinn fer fram á Skaganum á sunnudaginn næstkomandi kl. 15:00.

Af þessum sökum verður æft á föstudag, laugardag og spilað á sunnudag. Sjá nánar hér til hliðar <<<---.

Kv. Þjálfarar

FH-dagurinn

Mánudaginn 30. maí verður mikið um að vera á Kaplakrikasvæðinu.

Kl. 17:00 hefjast knattþrautir í Risanum undir stjórn allra þjálfara barna - og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH.
Kl. 18:00 munu fulltrúar frá KSÍ (landsliðsmenn) mæta á svæðið og afhenda nýjan DVD disk-Tækniskóli KSÍ.
Af því loknu hvetjum við alla til að mæta á leikinn FH-Stjarnan í Pepsídeild karla sem hefst kl. 19:15. Mikilvægt að allir mæti og taki á móti þessari gjöf frá KSÍ.

kv. Yfirþjálfari

4. fl. Leikur á miðvikudag gegn HK

Heil og sæl

Liðin fyrir morgundaginn er eftirfarandi:
Hafdís Erla-Sunna-Elín-Mæja-Kolfinna-Ingibjörg-Erna-Selma-Mellý-Helga Ýr-HildurM-HildurK-Rannveig-Jóna-Korký-Harpa

Mæting klukkan 16:10. Leikurinn í Fagralundi í Kópavogi. Hringið ef það er eitthvað og látið þetta berast.

Kv,
Tóti

Ný síða

Vegna tæknilegra örðugleika varð nauðsynlegt að loka hinni fornfrægu dasfh.blogspot.com og opna nýja dasfh1.blogspot.com.

Á næstu dögum verður unnið að því að uppfæra síðuna í samræmi við hina gömlu góðu.

Við vonum að stelpurnar verði fljótar að tileinka sér síðuna og gera hana jafn gagnvirka og þá fyrri.

kv. Davíð og Tóti.