Friday, June 3, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. Sigrar í Garðabæ. Helgarfrí

Heil og sæl

A-liðið og B1 spiluðu annan leik sinn í Íslandsmótinu í dag gegn Stjörnunni.

A-liðið lék á undan og eins og undanfarið þá voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar ekki til að hrópa húrra fyrir. Mikill vindur var á annað markið sem gerði mönnum erfitt fyrir en leikmenn beggja liða gerðu sitt besta til þess að spila fótbolta.

FH voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með einu marki í leikhlé en þar var á ferðinni Erna Magnúsdóttir með góðu skoti. Í seinni háfleik skoraði svo Selma Ágústsdóttir tvö mörk eftir góðan undirbúning frá Ernu. 0-3 voru lokatölur en liðið lék ágætlega í leiknum. Stjarnan er með hörkulið og því var mikill barningur inni á vellinum en bæði lið geta gert betur að halda boltanum innan liðsins.

B1 lék strax á eftir og var með forystu í hálfleik 0-2 með mörkum frá Jónu Þórarins og Hildi Kolfinnu. Í seinni hálfleik fóru bæði lið framar á völlinn og sex mörk litu dagsins ljós. FH skoraði þrjú mörk í viðbót en fengu á sig þrjú. Birgitta Hjartar "Prince", Harpa Harðar og Rannveig Bjarnadóttir bættu við mörkum í seinni hálfleik.
Liðið lék mun betur í þessum leik en í fyrsta leiknum gegn Breiðablik2 en liðið lék mun "hraðari" á milli sín í dag og oft sáust skemmtilegir taktar hjá liðinu.

Við gefum liðinu helgarfrí og sjáumst aftur á mánudaginn en þá tekur sumartaflan við.

Æfingataflan fyrir næstu viku kemur inn um helgina.

Kv. Þórarinn B. og Kári Dodda

No comments:

Post a Comment