Wednesday, June 29, 2011

Knattspyrnuskóli FH í sumar.


Heil og sæl


Annað námskeið Knattspyrnuskóla FH hófst mánudaginn 27. júlí og stendur til föstudagsins 4. júlí. Þriðja námskeiðið er svo frá 8. - 22.júlí. Mætingin til þessa hefur verið mjög góð og gaman að sjá e

Við höfum ákveðið að bjóða krökkum í 4. og 5. flokki þessi tvö námskeið (4 vikur) á hálfvirði eða 10.000 krónur. Ástæðan er sú að við vitum að krakkarnir eru mörg hver að fara í sumarfrí einhverja daga, auk þess er t.d. 5. flokkur karla á N1-mótinu á Akureyri þ.a. við viljum slá tvær flugur í einu höggi, einfalda skráningu og fá sem flesta krakka með.

Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg. Við förum í ferðir út fyrir bæinn, sund, þekktir knattspyrnumenn og þjálfarar koma í heimsókn, við ætlum að mæla þátttakendur í knattþrautum og gefa hverjum og einum yfirlit yfir frammistöðu og bætingu þar sem markmiðið er að hver og einn fylgist með sínum framförum. Í lok námskeiðsins verður heljarinnar grillveisla. Námskeiðið er alla virka daga frá 13-15. Frekari upplýsingar og skráning er á fh.is auk þess sem fjölmargar myndir eru á síðu Knattspyrnuskóla FH á Facebook. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Kveðja - þjálfarar og leiðbeinendur í Knattspyrnuskólanum.

No comments:

Post a Comment