Sunday, July 31, 2011

3. fl. Tap gegn ÍA í Krikanum

Stelpurnar í 3ja töpuðu 0-1 í Krikanum gegn ÍA fyrir helgi. Segja má að þar hafi skagastelpur komið fram hefndum fyrir nauman sigur FH í fyrri umferðinni á skaganum en leikir liðanna hafa verið mjög spennandi.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru skagamenn sem skoruðu eitt mark. Í síðari hálfleik var FH sterkari aðilinn, fékk nokkur færi en stelpurnar náðu ekki að koma boltanum í netið.

Ágætur leikur hjá FH en því miður engin stig.

Framundan er seinni umferðin í mótinu og FH stelpurnar halda sama striki þá eiga úrslitin án efa eftir að falla með liðinu.

Næsta æfing er kl. 11:00 í Risanum á miðvikudaginn.

kv. Þjálf.

Wednesday, July 27, 2011

4.Flokkur. FRÍ á morgun. Næsta æfing á þriðjudaginn

Heil og sæl

Við verðum ekki með æfingu á morgun. Margir leikmenn eru fjarverandi en fjórir leikmenn spila með 3.flokki á morgun: Hildur María, Hafdís, Mæja og Nótt. Gangi ykkur vel.

Hafið það gott um helgina og við sjáumst næsta þriðjudag.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

3. fl. FH - ÍA

Á morgun kl. 18:30 fer fram leikur FH og ÍA á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika.

Hópur (mæt. tímanlega 17:30)
Sara, Viggó, Birta, Oktavía, Kristrún, Erla, Gussa, Alda, Alana Tinna, Sólveig og Bryndís Sunna auk Hafdísar, Hildar Maríu, Nóttar og Mæju Bald.

kv. Þjálf.

Saturday, July 23, 2011

4.Flokkur. Æfingar í næstu viku

Heil og sæl

Við æfum þrisvar/fjórum sinnum í næstu viku og gefum síðan nokkra daga í frí.

25.júl. mán. Risinn 18:00
26.júl. Þri. Risinn 11:00
27.júl.Mið. Risinn 11:00
28.júl.Fim. Risinn Ef vilji og mæting er fyrir æfingu á fimmtudaginn.

Við gefum síðan frí til þriðjudagsins 2.ágúst.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, July 20, 2011

Tuesday, July 19, 2011

4.Flokkur. Sigurður Ragnar Landsliðsþjálfari kemur í heimsókn í Knattspyrnuskólann á fimmtudaginn

Heil og sæl

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu mun heimsækja knattspyrnuskólann á fimmtudaginn.

Æfingin er 10:30 og mun því æfingin seinna um daginn falla niður. Það er í raun skyldumæting á fimmtudaginn. 

Mjög miklvægt er að allir leikmenn mæti.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.



Monday, July 18, 2011

A-landsliðsþjálfari kvenna kemur í heimsókn í knattspyrnuskólann

Fimmtudaginn 21. júlí ætlar Sigurður Ragnar Eyjólfsson að koma í heimsókn í Knattspyrnuskólann.
Okkur langar að bjóða öllum stelpum frá 4. flokki og niður að koma í Knattspyrnuskólann á fimmtudaginn hvort sem þær hafa verið á námskeiðunum í sumar eða ekki. Allur hópurinn verður fyrir hádegi frá 9-12 og Siggi mun mæta á því bili.

Það væri virkilega gaman fyrir stelpurnar að hitta landsliðsþjálfarann og eins að sýna þá grósku sem er í kvennafótboltanum hjá okkur.

Orri og Atli

4.Flokkur. Æfingar í vikunni

Heil og sæl

Við æfum á sömu tímum og áður í vikunni:

Mán. Efra Gras/Risinn 18:00. Ef það er leikur á grasinu færum við okkur í Risann.
Þri.  Efra Gras. 18:00
Mið. Risinn 18:00
Fim. Efra Gras. 18:00

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, July 13, 2011

4.Flokkur. B-lið. Ferðin á Hvolsvöll fellur niður. Æfing í dag í Risanum 18:00

Heil og sæl

B-liðin fara ekki á Hvolsvöll á morgun. ÍBV/KFR getur ekki tekið á móti okkur í vikunni. Leiktími er ekki ákveðinn.

Við æfum því í dag í Risanum 18:00.

Kv. Þórarinn B.

Tuesday, July 12, 2011

Mfl. kk. Evrópuleikur í vikunni

FH-ingar mæta portúgalska liðinu CD Nacional í Evrópukeppninni í Kaplakrika nk.  fimmtudag, 14. júlí. Leikurinn hefst kl. 19.15.

Bæði lið sátu yfir í fyrstu umferð Evrópukeppninnar og koma nú inn í aðra umferð.

Óhætt er að segja að CD Nacional sé fjölþjóðlegt lið því þar innanborðs er fjöldi Brasilíumanna, Króata, Slóvena og Angólamanna auk Portúgala. Liðið endaði í sjötta sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili, en sú deild er gífurlega sterk, enda voru þrjú portúgölsk lið í fjögurra liða úrslitum Evrópukeppninnar sl. vor og Porto hafði þar að lokum sigur. Þess má geta að CD Nacional er uppeldisfélag leikmanns Real Madrid, Christiano Ronaldo.

Til marks um áhuga Portúgala á leiknum við FH á fimmtudagskvöldið verður hann sendur út í beinni sjónvarpssendingu til Portúgal.

Sem fyrr segir hefst leikurinn í Kaplakrika nk. fimmtudagskvöld kl. 19.15. Miðaverð er kr. 2.000, en 1.500 kr. fyrir Bakhjarla. Frítt er fyrir 16 ára og yngri.

3. fl. Sigur á Stjörnunni

FH-stelpurnar spiluðu vel í dag þegar þær unnu Stjörnuna í Garðabæ 0-3.

Leikurinn fór vel af stað þó ekki hafi verið mikið um færi. FH lá nokkuð á heimamönnum sem þó voru alltaf líklegir til að refsa. Glöggir línuverði komu í veg fyrir að svo færi og Dísa markmaður varði einnig vel þegar hún lokaði á sóknarmenn Stjörnunnar. Mark FH í fyrri hálfleik skoraði Dagbjört þegar hún fylgdi eftir góðri hornspyrnu frá Elvu. Það er gaman að geta þess að þetta er fyrsta mark þessa mikla markvarðahrellis á árinu.

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningunum, FH hélt boltanum ágætlega og Stjarnan var skeinuhætt. Þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum var FH dæmd vítaspyrna eftir að varnarmaður Stjörnunnar hafði handleikið knöttinn í eigin vítateig. Alda Ólafsdóttir steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Téð Alda var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hún hún braust í gegn um vörn gestgjafanna og skoraði mark sem tryggði FH sigurinn.

FH vann fyrir sigrinum í dag og verður hann að teljast sanngjarn. Allir leikmenn liðsins mættu vel stemmdir til leiks og lögðu sig fram.

kv. Davíð

3. fl. Stjarnan - FH

Í dag kl. 17:00 fer fram leikur Stjörnunnar og FH á Stjörnuvelli.

Hópur:
Gio, Sassa, Kristrún, Birta, Dagbjört, Oktavía, Sólveig, Gussa, Alda, Elva, Tinna, Alana, Bryndís Sunna, Vilborg og Erla auk Hafdísar úr 4. fl.

kv. Davíð

Sunday, July 10, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. A-lið. Afturelding-FH í Mosfellsbænum á mánudaginn

Heil og sæl

A-liðið spilar á morgun gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. Leikurinn fer fram á Tungubökkum og hefst leikurinn 16:00 en mæting er klukkan 15:10.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Helga, Harpa, Sunna, Kolfinna, Ingibjörg, Mellý, Hildur María, Jóna, Nótt, Selma, Erna, Korký, Rannveig og Sara Sól.

Munið að undirbúa ykkur vel og mæta vel einbeittar.

Kv. Þórarinn B. Kári Dodda

3. fl. æfing í dag, sunnudag!

Munið æfinguna í dag í Krikanum kl. 17:00-18:15 á æfingsvæðinu.

kv. Davíð

Thursday, July 7, 2011

Tuesday, July 5, 2011

4.Flokkur. Næstu æfingar og leikir

Heil og sæl

Næstu æfingar og leikir eru eftirfarandi:

 6.júl. Mið. Risinn 18:00
 8.júl. Fös. Efra gras. 12:15
10.júl. Sun. Efra gras. 18:00
11.júl. Mán. Íslandsmót. A-lið Afturelding-FH. Mosfellsbær 17:00
12.júl. Þri. Efra Gras
13.júl. Mið. B-lið fara á Hvolsvöll
15.júl. Fös. Efra gras. 12:15

Kv. Þórarinn B.

Sunday, July 3, 2011

4.Flokkur. Íslandsmót. FH-Breiðablik á mánudaginn

Heil og sæl

Breiðablik kemur í heimsókn á morgn og munu A-lið og B1 spila á morgun.
A-liðið leikur klukkan 17:00 en mæting er í íþrótahúsið 16:10.

Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Hafdís, Helga, Kolfinna, Ingibjörg, Erna, Nótt, Mellý, Hildur María, Selma, Harpa, Jóna, Korký, Rannveig, Hildur Kolfinna, Ásdís.

B--liðið á að mæta upp á völl 17:45 í síðasta lagi. Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Þóra, Helena úr 5.flokki. Sara Líf, Sara Sól, Kristín, Birgitta, Birta Mar, Helga Rós og varamenn úr A-liðinu.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Friday, July 1, 2011

3. fl. næstu dagar

Það verða engir aukvisar sem leysa Davíð þjálfara af á æfingum í næstu viku. Áætlunin er eftirfarandi:

Mán. 20-21:30 efragras Sigmundína og Sigrún Ela leikmenn mfl. kv. og aðstoðarþjálfarar 4. og 5. fl. kv.
ATH BREYTING
Þri. 20-21:30 efragras Sigrún Ella
Mið. 18:00-19:30 EFRA GRAS. Guðrún Jóna

Davíð sem hyggur á stutta sumarbústaðaferð verður svo mættur á æfingu á fimmtudaginn.

! Ath. Þið sem hafið verið að æfa með 2. fl. eða stefnduð að því að mæta á æfingar þar þá er einnig helgarfrí þar á bæ og engar æfingar fyrirhugaðar fyrr en eftir helgi.

Mætum vel og leggjum okkur fram ...framundan eru hörkuleikir.

kv. Þjálf.

Stórleikur í kvöld!

Í dag kl. 18:00 fer fram leikur Fylkis og FH í mfl. kv. í 8. liða úrslitum Valitorsbikarsins á Fylkisvelli í Árbænum.

Þjálfari Fylkis er enginn annar en FH-ingurinn Jón Páll Pálmason sem þjálfað hefur í fjölda ára yngriflokka FH. Hann ætlar sér vafalaust stóra hluti enda með gott úrvalsdeildar lið í höndunum. FH hefur hins vegar verið á siglingu að undanförnu og unnið alla sína leiki í fyrstu deildinni ár. Stelpurnar ætla sér að ryðja brautina fyrir efnilegar stelpur í FH og kom liðinu upp að nýju í deild þeirra bestu.

Nú er það okkar, leikmanna og þjálfara, í yngstu flokkunum að mæta á völlinn og styðja liðið.

Áfram FH!!!

3. fl. Tap gegn Selfossi

FH-stelpurnar töpuðu sanngjarnt fyrir Selfossi í Krikanum á miðvikudaginn. Á löngum köflum í leiknum héldu stelpurnar boltanum vel og sköpuðu sér ágæt færi. Hins vegar var varnarleikurinn ekki góður að þessu sinni og lauk leiknum með 2-6 sigri gestanna.

Mörk FH skoruðu þær Tinna og Alda (víti).

Um leik FH er það helst að segja að stelpurnar mættu full rólegar til leiks og fóru illa með fyrri hálfleikinn. Í síðari hálfleik réð lið FH illa við stóra og sterka leikmenn Selfoss sem refsuðu ítrekað fyrir glötuð tækifæri.

Næsti leikur FH er gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli þann 12. júlí.