Wednesday, November 30, 2011

4.Flokkur. Fínir leikir um helgina og næstu æfingar

Heil og sæl

Fínir leikir um helgina. B-liðið spilaði tvo leiki, tapaði 1-0 fyrir Breiðablik en gerði jafntefli í Keflavík 1-1 þar sem liðið lék mjög vel. Embla Björt var markaskorarinn.

A-liðið lék gegn Keflavík og vann góðan sigur 7-0 þar sem frænkurnar Rannveig og Mellý gerðu þrjú en Korký setti eitt.

Næstu æfingar eru eftirfarandi:

29.nóv. Þri. Risinn 19:30

1.des. Fim. Víðó. 18:00 og 19:00. Sleppum útihlaupi að þessu sinni

2.des. Fös. Gervigras. ? Væntanlega frestað þar sem klaki er á vellinum.

4.des. Sun. Ásvellir? Snjór og klaki eru yfir vellinum þessa stundina. Sjáum til.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Wednesday, November 23, 2011

4.Flokkur. Faxinn. Leikir um helgina.

Heil og sæl

A og B-lið spila um helgina í Faxaflóamótinu. B-liðið spilar bæði á laugardag sem og sunnudag.

Á laugardaginn spilar B-liðið gegn Blikum 2 í Fífunni og hefst sá leikur klukkan 15:00.

Á sunnudaginn spila bæði lið í Reykjaneshöllinni gegn Keflavík. A-liðið spilar klukkan 13:00 en B-liðið klukkan 14:20.

Hóparnir verða tilkynntir á æfingunni í Víðó á morgun. Munið að mæta með endurskinsmerki.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Saturday, November 19, 2011

4.Flokkur. Æfingar næstu daga.

4.Flokkur. Æfingar næstu daga.

 
Sun. 20.nóv. Ásvellir. 13:00. Seinna en venjulega.
Mán.21.nóv. Æfing fellur niður.
Þri. 22.nóv. Risinn 19:30
Fim.24.nóv. Víðó. 18:00 og 19:00. Hlaup á undan
Sun.27.nóv. Faxinn. Reykjaneshöllinn. A og B-lið.

Æfingin á morgun er seinna en venjulega og æfingin á mánudaginn fellur niður.
Við spilum næsta sunnudag í Kelfavík í Faxanum og B-liðið gæti spilað gegn Breiðablik  í vikunni.
 Kv. Þórarinn B. og Kári D. 

Friday, November 11, 2011

4.Flokkur. Faxinn á morgun. A-lið í Garðabænum en B-lið í Krikanum

 Heil og sæl
A-lið spilar gegn Stjörnunni klukkan 11:00 en mæting er klukkan 10:20. Sami hópur og síðast.

B-lið spilar gegn ÍBV í Krikanum, á gervigrasinu klukkan 12:30. Sami hópur og síðast.

Munið að undirbúa ykkur vel en leikirnir á morgun eru í Faxaflóamótinu og eru 2x35.

B-lið - við Kári komum rétt fyrir leikinn en Inga stýrir upphitun.
 
Kv. Þórarinn B. og Kári D. 

Thursday, November 10, 2011

4.Flokkur. Æfing í dag, fimmtudag.

Heil og sæl

Við munum æfa í dag, fimmtudag, í Víðistaðaskóla eins og venjulega.


Látið það berast til allra í flokknum.

Kv. Þórarinn B.

Sunday, November 6, 2011

4.Flokkur. Fínt í Garðabæ í dag. Æfingar næstu daga. Foreldrar MUNIÐ að skrá ykkur í Nórakerfið

Heil og sæl

Fínt í Garðabæ í dag. A-lið lék þrjá leiki. Vann Stjörnuna 3-1 (Rannveig, Korký og Mellý), Aftureldingu 1-0(Mellý) og jafntefli við KA 1-1(Mellý).

B-liðið tapaði tveimur leikjum naumt 1-0 gegn Stjörnunni og KA en gerði jafntefli við Aftureldingu.

Bæði lið stóðu sig vel en næstu helgi hefst Faxinn en A-liðið heldur aftur í Garðabæinn og spilar gegn Stjörnunni en B-liðið spilar gegn ÍBV í Krikanum.

Æfingar næstu dag er hér til hliðar.


Ég minni síðan foreldra á að skrá sig í Nórakerfið sem allra fyrst. Það þarf að gerast fyrir þriðjudaginn. Það er allra hagur að þið gerið það ekki seinna en núna.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Saturday, November 5, 2011

4.Flokkur. Mót í Garðabæ á morgun. A og B-lið spila þrjá leiki

Heil og sæ



 Mót í Garðabæ á morgun.A og B-lið spila þrjá leiki gegn Stjörnunni, KA og Aftureldingu. A-lið á að mæta 7:20 en fyrsti leikur er klukkan 8:00. B-lið mætir 8:45 og byrjar að spila 9:20.

A-lið spilar klukkan 8:00, 11:20 gegn KA og 14:00 gegn Aftureldingu.

B-lið spilar klukkan 9:20, 12:40 gegn KA og 15:20 gegn Aftureldingu.

Munið að undirbúa ykku vel og mæta með allan búnað til leiks.

Allir leikmenn eiga að mæta.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Thursday, November 3, 2011

4.Flokkur. Leikmannafundur á morgun í Lækjarskóla klukkan 16:00

Heil og sæl

Minni á leikmannafundinn á föstudaginn. Í stað þess að mæta á æfingu á gervigrasið þá er mæting í Lækjarskóla á sama tíma, klukkan fjögur.

Farið verður yfir liðin sem spila á sunnudaginn, leikskipulag og næstu verkefni.

Vöfflunefndin (Harpa, Helga, Ásdís og Sara Sól) mun sjá um að baka vöfflur og hita kakóið fyrir mannskapinn.

Kv. Þórarinn B. og Kári D.

Tuesday, November 1, 2011

4.Flokkur. Nóra-kefið. Mikilvægt að foreldrar skrái sig sem allra fyrst inn í kerfið


Heil og sæl

ÍTREKUN

Skráning og greiðsla æfingagjalda
Knattspyrnudeild FH hefur tekið í notkun skráningar- og greiðslukerfið Nora. Æfingagjöld verða innheimt í gegnum kerfið tvisvar á ári. Einnig heldur það utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og ef þörf krefur heilsufarsupplýsingar.
Ef iðkandi vill stunda knattspyrnuæfingar hjá félaginu verður hann að vera skráður í kerfið að öðru leiti er hægt að meina honum aðgang að æfingum og keppni.
Skráning skal fara fram fyrir þann 8. nóvember.
Íbúagátt Hafnarfjarðar
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að foreldrar greiða nú æfingargjald að fullu.
Þeir sem skrá barn sitt í Íbúagátt Hafnarfjarðar fá hluta æfingargjalds endurgreitt.


Nánari upplýsingar varðandi Nora, Íbúagátt og æfingagjöld má finna hér