Tuesday, July 12, 2011

3. fl. Sigur á Stjörnunni

FH-stelpurnar spiluðu vel í dag þegar þær unnu Stjörnuna í Garðabæ 0-3.

Leikurinn fór vel af stað þó ekki hafi verið mikið um færi. FH lá nokkuð á heimamönnum sem þó voru alltaf líklegir til að refsa. Glöggir línuverði komu í veg fyrir að svo færi og Dísa markmaður varði einnig vel þegar hún lokaði á sóknarmenn Stjörnunnar. Mark FH í fyrri hálfleik skoraði Dagbjört þegar hún fylgdi eftir góðri hornspyrnu frá Elvu. Það er gaman að geta þess að þetta er fyrsta mark þessa mikla markvarðahrellis á árinu.

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningunum, FH hélt boltanum ágætlega og Stjarnan var skeinuhætt. Þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum var FH dæmd vítaspyrna eftir að varnarmaður Stjörnunnar hafði handleikið knöttinn í eigin vítateig. Alda Ólafsdóttir steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Téð Alda var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hún hún braust í gegn um vörn gestgjafanna og skoraði mark sem tryggði FH sigurinn.

FH vann fyrir sigrinum í dag og verður hann að teljast sanngjarn. Allir leikmenn liðsins mættu vel stemmdir til leiks og lögðu sig fram.

kv. Davíð

No comments:

Post a Comment