Tuesday, August 16, 2011

Tap á Akureyri

FH stelpurnar töpuðu 8-1 gegn Þór í Boganum á Akureyri.

Heimamenn byrjuðu vel og komust snemma yfir með tveimur keymlíkum mörkum á upphafsmínútunum. Eftir það sótti FH í sig veðrið og leikurinn jafnaðist. Okkar stelpur voru grimmar í návígum sýndu ósérhlífni og baráttu sem skilaði marki þegar Elva Björk setti boltann í netið eftir aukaspyrnu og klafs í teignum. FH hélt upptekknum hætti fram í síðari hluta síðari hálfleiks og var liðið allt eins líklegt til að jafna. En Þór, sem hefur á að skipa hörku liði, setti í fluggírinn á sama tíma og allur vindur var úr okkar mönnum. Niðurastaðan er stærra tap en efni stóðu til.

Það er vert að geta þess að Vilborg meiddist á hné í leiknum og varð að fara á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Þegar síðast fréttist af Vilborgu fór hún á kostum í rútunni og virtist hafa það ágætt. Hún mun síðar fara í frekari rannsókn og er það von okkar að hún verði fljót að ná sér.

Næsti leikur er gegn Breiðabliki á fimmtudaginn í Krikanum. Fram að því æfum við kl. 19:00 á æfingasvæðinu á þri. og mið.

Ég vil að lokum þakka Jörgen (pabba Tinnu) fyrir að gefa sér tíma til að keyra hópinn norður og spara leikmönnum stórfé. Jörgen reyndist hinn besti bílstjóri, fór aldrei yfir leyfilega hámarkshraða og hélt áætlun upp á mínútu.

kv. Davíð

No comments:

Post a Comment