Sunday, May 29, 2011

3. fl. Mark á lokamínútunni gegn ÍA

Stelpurnar í 3ja sigruðu ÍA 0-1 í Akraneshöllinni í dag.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi þar sem bæði lið gerðu sitt besta til að skapa færi. Hvorugu liðinu tókst þó að skora.

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningunum lengstum og liðin skiputust á að leiða. FH-ingar reyndust hins vegar sterkari á lokamínúntunum og sóttu stíft. Það bar árangur og Oktavía Signý, sem komið hafði inn á skömmu áður, skoraði meða góðum skalla frábært sigurmark örfáum mínútum áður en ágætur dómari leiksins flautaði leikinn af.

Sigur FH var verðskuldaður þrátt fyrir að jafntefli hefði heldur ekki verið óeðlileg úrslit. Leikurinn var jafn og skemmtilegur frá fyrstu mínútu og bæði liðin gerðu sitt besta. FH náði hins vegar að skapa sér fleiri færi og á lokamínútunum voru stelpurnar okkar einfaldlega stekari og kláruðu leikinn.

Sigur í fyrstu tveimur leikjum mótsins er góð byrjun og veitir liðinu byr í seglin fyrir næstu leiki. Vel á minnst næsti leikur er einmitt á föstudaginn kl. 18:00 gegn HK í Fagralundi.

! Ath. að fyrirhuguð æfing á morgun mánudag fellur niður vegna FH-dagsins sem hefst í Risanum kl. 17:00 með knattþrautum en lýkur með leik FH og Stjörnunnar á kaplakrikavelli kl. 19:15. Algjör skyldumæting hjá öllum leikmönnum yngriflokka.

No comments:

Post a Comment